Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Fréttir Erlent 13
úrval nýrra og
nýlegra sendibíla
2011 Renault Trafic L1H1 - Stuttur. Ekinn aðeins
47 þús. km. - Þjónustubók - Einn eigandi - Aksturs-
tölva - Armpúði - Fjarlægðarskynjarar - Fjarstýrð-
ar samlæsingar - Geislaspilari - Litað gler - Líknar-
belgir - Loftkæling - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir
speglar - Útvarp - Vökvastýri - Þjófavörn.
okkar verð: 2.390.000,- án vsk.
(2.963.600,- með vsk.)
bíllinn er á staðnum á frábæru verði!
renaUlT TraFiC sTUTTUr
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 9.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
Varúð: Ekki fyrir
lofthrædda
Ljósmyndarar Reuters voru með ágætis jarðtengingu
þegar þeir tóku þessar myndir, þótt efast megi um
að myndefnin hafi verið það. Hér má sjá nokkra ofur-
huga, sem virðast ekkert lofthræddir, leika listir sínar.
Á vængjum ástarinnar
Þetta ástfangna par er
ekki í sjálfheldu, heldur er
um að ræða klifurmanninn
Zheng Feng, sem vildi taka
sérstakar myndir af sér og
nýbakaðri eiginkonu sinni í
Zhejiang í Kína. Myndin er
svo sannarlega sérstök og
jafnvel stórkostleg.
Í lausu lofti Blaðamaður á inniskóm stendur á glasgólfi Aiguille du Midi-fjallstindinum í
Frönsku ölpunum. Hann stendur á útsýnispalli sem á að færa fólki þá upplifun að það gangi
í lausu lofti.
Bara brattur Þetta er nú heldur bratt og hættulegt, en þessi maður lét sig nú samt hafa
það í Pontresina í Sviss. Hann virðist hvergi banginn og komst leiðar sinnar stórslysalaust.
Hreingerning að hausti Það leggur ýmislegt á sig, verkafólkið sem sér um þrifin á Big
Ben, einu frægasta minnismerki Lundúnaborgar. Hér má sjá fjögur að störfum við að fægja
og þrífa úrverkið. Þetta er ekki vinna fyrir hvern sem er, það er á hreinu.
Á flótta undan bólusetningum í ár
Nágranni lét lögreglu vita hvar mæðgur voru niðurkomnar
L
ögreglan í Flórída í Bandaríkj-
unum hefur handtekið Megan
Everett, 23 ára móður, sem
grunuð er um að hafa rænt
dóttur sinni til að koma í veg fyrir
að barnið yrði bólusett. Þær mæðg-
ur hafa verið á flótta í tæpt ár. Telpan,
sem er þriggja ára gömul, var hraust
þegar lögreglumenn fundu hana.
Það var Robert Baumann, barns-
faðir Everett, sem tilkynnti mæðgurn-
ar týndar. Þá hafði Everett ekki skilað
sér með barnið til hans í umgengni,
en þau voru með forræðissamkomu-
lag. Þau höfðu átt í forræðisdeilu og
deilt um það hvort bólusetja ætti
telpuna. Faðir barnsins var því fylgj-
andi en ekki Everett. Þegar farið var
að leita að þeim mæðgum komu í ljós
skilaboð sem Everett hafði skilið eftir
þar sem hún ávarpaði kærasta sinn,
Carlos Lesters, og útskýrði málin. „Ef
ég leyfi þeim að taka hana, bólusetja
og heilaþvo væri ég ekki að gera það
sem er rétt. Ég get ekki látið dómara
segja mér hvernig ég á að ala hana
upp. Við munum sakna þín en ég
varð að fara,“ sagði hún í bréfinu.
Það var svo nágranni þeirra
mæðgna sem sá að lögreglan var
að leita að þeim þegar lýst var eftir
þeim í sjónvarpsþættinum The Hunt
with John Walsh. Hún lét lögregluna
vita sem fann mæðgurnar fljótlega.
Barnið er nú með föður sínum, en Ev-
erett er í gæsluvarðhaldi. Hún má bú-
ast við ákærum á borð við mannrán
og fyrir að ógna lífi og heilsu barns. n