Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 15
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Umræða 15 Myndin Breytingar í borginni Enda þótt miklar og umdeildar breytingar standi fyrir dyrum á borgarlandslaginu við Miðbakkann í Reykjavík þá eru sumir hlutir á sínum stað, eins og til að mynda biðröðin við Bæjarins bestu í Tryggvagötu. mynd sigtryggur ari Mest lesið 1 Tvítugur íslenskur milljónamæringur „Byrjaði allt á ryðgaðri skúringamoppu“ Á tveimur árum hefur tvítugur íslenskur athafnamaður byggt upp ræstingafyrirtæki í Noregi sem er með 25 starfsmenn á launaskrá og veltir um 140 milljónum króna á ári. „Byrjaði allt á ryðgaðri skúringamoppu,“ segir Patrekur Sólrúnarson, sem á sér þann draum að opna útibú fyrirtækisins hérlendis. Lesið: 47.096 2 „Ég stal 26 milljónum“ Þórunn Elva Sveinsdóttir er konan sem stundaði stórfelldan fjárdrátt á Sauðárkróki. Hún sagði söguna alla í helgarviðtali DV. Lesið: 43.484 3 Gott en óþægilegt að svona mál komi upp í fjölmiðlum Svanur Sigurbjörnsson, læknir á Bráðamóttökunni, segir að atvik á borð við það sem Hrafnkell Gauti Hákonarson lenti í á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sé bara birtingarmynd miklu stærri vanda. Fjársvelt og undirmannað heilbrigðiskerfi undir sífelldum þrýstingi bjóði upp á mistök. Lesið: 31.053 Aukin miðstýring og ráðherraræði Á Alþingi var undir þinglok- in tekist á um frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Frum- varpið var í nokkrum lið- um og sætti harkalegri gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðu. Gagnrýnin beindist einkum að aukinni miðstýr- ingu og ráðherraræði sem m.a. birt- ist í valdheimildum til ákvarðana um skipulagsbreytingar í ráðuneytum og undirstofnunum þess. Á ráðherra alltaf að ráða? Samkvæmt frumvarpinu sem nú er orðið að lögum er gert ráð fyrir að ráðherra verði heimilt að setja á fót „sérstakar starfseiningar og ráðu- neytisstofnanir“, starfræktar sem hluti af ráðuneyti. Þetta á ráðherra að geta gert án samþykktar Alþingis. Þetta lagaákvæði er afar loðið og teygjanlegt. Í umræðunni tók ég sem dæmi að í tíð minni sem innanríkis- ráðherra hefði ég sett fram tillögu um að komið yrði á fót því sem ég kall- aði happdrættisstofu til að hafa eftirlit með vaxandi happdrættis- og spilavít- isiðnaði í landinu sem nú veltir tugum milljarða. Með happdrættisstofu vildi ég efla eftirlit með þessari starfsemi og gera það markvissara og sýnilegra. Þessu mótmæltu þingmenn úr flest- um flokkum og lögðu illu heilli stein í götu þessa framfaramáls. Nú má spyrja hvort eðillegt hefði verið að ég hefði sem innanríkisráð- herra haft valdheimild til að koma happdrættistofu á laggirnar óháð vilja þingsins. Ekki hefði verið um að ræða íþyngjandi breytingu fyrir ríkissjóð sem heitið getur þannig að breytingin hefði fyrst og fremst snúið að skipulagi. stuðningur alþingis alltaf nauðsynlegur Mitt svar er engu að síður á þá leið að mér hefði borið skylda til þess að fá samþykki Alþingis fyrir slíkri breytingu einfaldlega vegna þess að framkvæmdavaldið á að starfa í um- boði og með aðhaldi Alþingis. Kemur dagur eftir þennan dag og er ég ekki af baki dottinn hvað þetta tiltekna mál- efni varðar svo því sé til haga haldið. En það breytir því ekki að þar sem mér tókst ekki að sannfæra Alþingi um ágæti tillagna minna áttu þær ekki að ná fram að ganga – að sinni. Fyrrgreint frumvarp um Stjórnarráð Íslands veikir hins vegar þessi tengsl. Vilja sjá sjálfir um siðferðið Ein breyting með Stjórnarráðsfrum- varpinu snertir aðhald um siðferði- leg málefni. Í lögunum var áður að finna ákvæði frá síðasta kjörtímabili um aðkomu utanaðkomandi aðila til að veita ráðgjöf og aðhald í stjórnkerf- inu um sitthvað sem snýr að siðferði- legum álitamálum. Þetta átti að vera lifandi gerjunarstarf sem héldi okk- ur öllum á tánum. Lagabreytingin nú felur það í sér að svokölluð samhæf- ingarnefnd um siðferðileg viðmið fyr- ir stjórnsýsluna er lögð niður og for- sætisráðuneytinu þess í stað fært vald varðandi „túlkun siðareglna þegar eftir því er leitað …“ setið við spegilinn Þarna er gengið í þveröfuga átt við það sem allar hrunskýrslurnar lögðu til, því með lagabreytingunni nú er beinlínis gert ráð fyrir að miðstýra þessari vinnu í forsætisráðuneytinu – það er að segja ef á annað borð er eftir henni leitað! Með öðrum orðum, sá sem á að sæta aðhaldinu verður hinn sami og veitir það. Aðhald fólg- ið í því að horfa á sjálfan sig í spegli er ekki beinlínis sannfærandi! Þetta lét stjórnarmeirihlutinn á Alþingi engu að síður hafa sig í að samþykkja. Hert á forstjóravaldi Þá eru í þessum nýju lögum aukn- ar valdheimildir til að flytja starfs- menn á milli ráðuneyta og stofnana. Fram höfðu komið ítarlegar greinar- gerðir frá samtökum launafólks gegn þessum breytingum og vildu þau hafa þar inni mun traustari var- nagla gegn hvers kyns valdbeitingu gegn starfsfólki sem ætlast væri til að hefði vistaskipti. Mín skoðun er sú að vistaskipti þurfi engan veginn að vera slæm og ákveðinn hreyfanleiki jafnvel æskilegur. En alger forsenda þessa er aðkoma stéttarfélaga til að tryggja réttindi starfsfólksins. Er það áhyggjuefni í mínum huga hve dregið hefur úr styrk stéttarfélaganna innan veggja Stjórnarráðs og undirstofnana þess. Í staðinn hefur komið hin marg- rómaða „mannauðsstjórnun“ sem er eins konar feluheiti á forstjóravaldi. starfsfólk Fiskistofu mótmælir Ástæða þess að þetta frumvarp var mjög í brennidepli í vetur og í vor var sú að með frumvarpinu vildi ríkis- stjórnin afla viðkomandi ráðherrum lagaheimildar til að flytja stofnanir að vild landshluta á milli. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, en hafði fengið ákúrur Umboðsmanns Alþingis sem gert hafði hann aftur- reka. Stjórnarandstaðan hafði gagn- rýnt ráðslag ráðherrans og lagst gegn breytingu til rýmkunar valdheimilda ráðherra. Eftir miklar umræður í þing- sal varð niðurstaðan sú að málið var tekið aftur til nefndar og gekkst vara- formaður hennar, Brynjar Níelsson, fyrir breytingu á frumvarpinu sem tví- mælalaust var til góðs. Breytingin ger- ir ráð fyrir því að ráðherra eigi ekki að geta flutt stofnun að eigin geðþótta því áður verði hann að hafa lagt fyrir Al- þingi skýrslu þar sem færð eru rök fyr- ir áformum um flutning. Með þessu er ætlast til að fyrir liggi efnisleg úttekt og að fram fari málefnaleg umræða um hugsanlegan flutning stofnana áður en til framkvæmdar komi. andi laganna Þetta er tvímælalaust til mikilla bóta. Sá hængur er hins vegar á þessari ráðagerð að lögin taka ekki gildi fyrr en með haustinu. Það skýrir réttmæta gagnrýni starfsmanna Fiskistofu. En andi laganna svífur þegar yfir og hlýt- ur sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að horfa til þess. n Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.