Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 11
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
I
I skemmtilegu blaðaviðtali sem Illugi Jökulsson átti við Ind-
riða 1982 er viðmælandinn fyrst spurður um upprunann eins
og hlýðir. Hann svarar á þessa leið:
Minn uppruni er afskaplega ómerkilegur ... Ég er ekki af
nokkrum ættum, kominn af dalabændum í Skagafirði eins
langt aftur og rakið verður, ekki stórbrotnum manneskjum
en farsælum. Þessir forfeður mínir, ég hef svolítið verið að
forvitnast um þá upp á síðkastið, þeir voru að drukkna í
Héraðsvötnum, þeir voru að eiga börn í lausaleik, þetta
gekk svona upp og niður hjá þeim eins og gerðist í bænda-
þjóðfélaginu. Það mátti ekki koma kaupakona á bæ að hún
yrði ekki ólétt eftir bóndann. Sem sagt, það eru mjög venju-
legir bændur með venjulega siði og venjulega dauðdaga
sem standa að mér í marga, marga ættliði.
(Illugi Jökulsson, Tíminn, 28. mars 1982)
Þótt Indriði talaði svona óhátíðlega um forfeður sína, er víst
að þeir voru ekki venjulegir með öllu, margir atorkusamir og
vel metnir bændur, sumir harðlyndir og skapharðir, og hneigð
til skáldskapar og ritstarfa liggur einnig í ættinni þótt misjafnt
væri hve hún fékk að blómstra. Ættrakningar hér eru sóttar í
Skagfirskar æviskrár, tímabilið 1890-1910, II. bindi, og tíma-
bilið 1910-1950, IV. bindi. Þaðan er það tekið að mestu sem
hér segir um foreldra Indriða, formæður hans og forfeður.
Indriði Guðmundur Þorsteinsson fæddist 18. apríl 1926 í Gil-
haga á Fremribyggð. Faðir hans var Þorsteinn Magnússon,
fæddur 1885 í Gilhaga, dáinn 1961 í Reykjavík. Foreldrar
Þorsteins voru Magnús Jónsson (1849-1915) bóndi í Gilhaga
og kona hans Helga Indriðadóttir (1857—1905) ljósmóðir;
hún drukknaði í Svartá á heimleið frá sængurkonu. Um hana
9