Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Viðurkennandi dómur um bók Þorsteins efitir Guðmund G.
Hagalín er í Eimreiðinni 1956.
Þorsteinn Magnússon var við búskap frá 1911 á ýmsum
stöðum, fyrst í Gilhaga eitt ár, síðan vinnumaður hjá bróður
sínum þar til 1916, þar næst bóndi á írafelli í Svartárdal. Síðan
var hann lausamaður á Breið í Tungusveit í tvö ár og eftir það
ráðsmaður hjá ekkjunni í Goðdölum eitt ár, til 1921. Þá tók
hann jörðina Olduhrygg, en undi þar aðeins árið og var svo
lausamaður á Hóli í Tungusveit 1922-25. Þorsteinn var leigu-
liði jaínan og augljóslega skorti hann eirð og staðfestu, en tengd-
astur var hann Gilhaga, kenndi sig jafnan við þann bæ og leit á
sig sem útlaga þaðan, eins og segir í einu kvæði Þorsteins sem
syni hans var hugstætt:
Einn er ég fráskilinn átthagans böndum,
útlagans tregi í hjartanu grær.
Um Gilhagaætt talaði Indriði eitt sinn á ættarmóti (HSk.
2369 4to). Eru þar ýmsar sögur raktar um ættfólkið.
Árið 1925 kvæntist Þorsteinn Magnússon Önnu Jósepsdótt-
ur og fóru þau í húsmennsku í Gilhaga það ár. Vorið eftir
fæddist fyrsta barn þeirra, Indriði. Þau Þorsteinn og Anna
höfðu eignast hvort sinn soninn áður en þau giftust. Sonur
Þorsteins var Þorbergur, bóndi á Sauðá í Borgarsveit og víðar,
f. 1908, d. 1989, móðir hans var Sigríður Benediktsdóttir. Þor-
bergur var kunnur hagyrðingur (sjá þátt um hann í Skagfirð-
ingabók 26, 1999). Sonur Önnu var Arnaldur, f. 1919, d. 1948,
faðir hans var Jón Stefánsson ritstjóri og kaupmaður á Akur-
eyri, síðar forstjóri Áfengisverslunarinnar þar. Arnaldur ólst
upp hjá móður sinni og stjúpa. Hann nam á Laugarvatni og í
Samvinnuskólanum, lærði blaðamennsku í Bandaríkjunum
um tveggja ára skeið og starfaði síðan sem blaðamaður.
Anna Jósepsdóttir fæddist í Áshildarholti í Borgarsveit 1897,
dáin í Reykjavík 1985. Faðir hennar var Jósep Jónsson (1860-
12