Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 17
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
voru um margt ólík, foreldrar mínir. Eitt sinn ætlaði hún að
taka í lurginn á mér, henni gat orðið laus höndin. Þá reis faðir
minn upp, skaut mér aftur fyrir sig, og sagði: Ég læt ekki berja
drenginn.“ (Matthías Viðar Sæmundsson, 43)
Ekki er vafi á að Indriði hefur erft frá móðurinni ýmsa þætti
skapgerðar sinnar, eðlisþætti sem nýttust honum vel í lífmu,
hörku og ókvalræði sem einkenndu framgöngu hans öðrum
þræði og setja svip á ýmis blaðaskrif hans.
Indriði segir föður sinn hafa verið ljúfmenni og aldrei hafi
hann skipt skapi heima fyrir. Eins og ýmsir menn af hans kyn-
slóð virðist Þorsteinn tæpast hafa verið á réttri hillu við bú-
skap, fjáraflamaður hefur hann bersýnilega ekki verið „og
stöðugir búferlaflutningar eru sem eldur í búi,“ segir í Skag-
firskum æviskrám. Þorsteinn var skáldmæltur, hnyttinn hag-
yrðingur og vel metinn fyrir kveðskap sinn, ljóðið lá honum
létt á tungu, og marga vini sína kvaddi hann í bundnu máli.
Helsti vitnisburður á prenti um ritmennsku hans í óbundnu
máli er bókin um Símon Dalaskáld sem fyrr var nefnd. Nokk-
ur kvæði Þorsteins eru í Skagfirzkum Ijóðum, 1957. Indriði
segir allítarlega frá föður sínum í greininni ,Vísur Skagfirðings1 í
Skagfirðingabók 14, hún er skrifuð í febrúar 1984. Þetta er
skemmtileg grein og upplýsandi og vottar náið samband þeirra
feðga. Þar er tekið upp allmikið af kveðskap Þorsteins og sagt
að líklega muni handrit hans verða send norður. Svo var og
gert að Indriða látnum og fylgdu þau hans eigin plöggum. Á
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga er að finna allmikið af kvæðum
og vísum Þorsteins frá Gilhaga í syrpum, sem virðist um skeið
hafa staðið til að gefa út í bók þótt ekki yrði af. Einnig er á
safninu laust mál hans, þar á meðal heil skáldsaga sem nefnist
,Húsfreyjan á Ystu-Borg‘. (HSk. 2406-2417 4to)
Indriði hefur mótast mikið af föður sínum og viðhorfi hans
til skáldskapar. I viðtalinu sem áður var vitnað til spyr Illugi
Jökulsson hvort hann hafi snemma ætlað sér að verða rithöf-
undur:
15