Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
„Nei,“ segir Indriði blátt áfram. „Ég ætlaði mér aldrei að
verða rithöfundur. Ég er alinn upp í miklu skáldskaparand-
rúmslofd, þar sem menn bæði ortu og fóru með skáldskap
eins og sjálfsagðan hlut - það var ekki til hjá þessu fólki að
það væri einhver atvinna að vera skáld. Að menn ákvæðu
að verða skáld, eða langaði til að verða skáld. Það var
skemmtunin sem skipti mestu máli, að hafa gaman af
þessu...
Fólkið í Skagafirði, það leit aldrei svo á að það væri skáld.
Margt af þessu fólki er andskoti vel yrkjandi en það hefur
aldrei heyrst orð frá því. Svo á hljóðum og góðum stund-
um, þegar maður sat við hliðina á því, þá fór það kannski
með kvæði eftir sig. Það gerði aldrei kröfú til þess að vera
viðurkennt af einum eða neinum, þetta var bara hluti af líf-
inu. Eins er hjá mér. Þetta er ekki atvinna, heldur hluti af
mínu lífi.“ (Illugi Jökulsson: Tíminn, 28. mars 1982)
Það er að sönnu alls ekki svo að Indriði hafi litið á sig sem
tómstundahöfund, enda þótt hann hefði lengstum annað að
aðalstarfi en sjálfstæð ritstörf. Hann vinnur markvisst að sagna-
gerð sinni sem atvinnumaður og gerir til sín strangar kröfur
samkvæmt því. Og metnaður hans var vissulega mikill alla tíð.
Samt varðveitti hann ævinlega hið alþýðlega viðhorf til skáld-
skapar sem eðlilegs hluta af viðfangsefnum lífsins, eins og faðir
hans var góður fulltrúi fyrir.
Annars liðu bernskuár Indriða sem venjulegs sveitabarns á
þeim tíma, við leiki og bústörf sem börnin tóku snemma full-
an þátt í. Hann sagðist reyndar hafa verið latur og ekki hneigst
til búskapar. En náttúran orkaði snemma á tilfinningalíf hans,
landslagið og dýrin, einkum hestarnir, og sú kennd er tjáð
með listrænum hætti í sögum hans á fúllorðinsaldri. Hann
bregður upp mynd af sér og föður sínum í náttúrunni í litlu
ljóði sem hann kallar ,Með föður mínum á GilhagadaT:
16