Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
Mikið lifandi ósköp er mýrin blaut
og lítið af iæsum sporum.
Af ættmennum sínum minntist Indriði á prenti oftast föður-
bróður síns, Jóhanns Magnússonar á Mælifellsá. Frá Jóhanni
segir hann fjörlega í viðtali í Aldnir hafa orðið og greinir af
honum ýmsar sögur (Erlingur Davíðsson, 1986, 18-23). Jóhann
rak hvert haust um margra ára skeið sláturhross í hundraðatali
til Akureyrar. Hann var gáfaður og gamansamur og mikill frá-
sagnarmaður, segir Indriði. Yfirleitt liggja honum vel orð til
frændfólks síns. Fór því þannig fjarri að Indriði væri í nokk-
urri andstöðu við æskuumhverfi sitt og ættingja, heldur hefur
hann verið í góðum tengslum við hvorttveggja. — Af yngri
mönnum hefur Arnaldur hálfbróðir hans vafalaust verið hon-
um nákomnastur. Aldursmunur þeirra, sjö ár, var nógu mikill
til að sá eldri gat orðið yngri bróðurnum fyrirmynd og átrún-
aðargoð.
Árið 1939 lauk hinum sífelldu búferlaflutningum Þorsteins
Magnússonar milli jarða í Skagafirði. Fjölskyldan flutti burt úr
héraðinu og stundaði ekki búskap sér til framfæris upp frá því.
Indriði var þá þrettán ára gamall og unglingsárin framundan.
Hann átti aldrei eftir að verða með heimilisfesti í Skagafirði
eftir þetta, en dvaldist þar tíðum, lengri tíma eða skemmri,
ungur maður. Þar hóf hann eiginlegan ritferil sinn, samdi
fyrstu smásögur sínar sem hann taldi sér samboðnar. Og hér-
aðið fylgdi honum alla stund síðan til æviloka. Um það eru
bækur hans óræk vitni, en að þeim efnum verður vikið í sam-
bandi við hverja bók fyrir sig.
II
Þorsteinn Magnússon fluttist til Akureyrar með fjölskyldu
sína. Um beinar ástæður til þess að þangað var farið veit ég
ekki, en líklega hafa verið betri horfur um afkomu og atvinnu
á Akureyri en til dæmis á Sauðárkróki sem var vitanlega nær-
18