Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 24
SKAGFIRÐINGABÓK
lega kveikjan að smásögunni ,Aprílsnjór‘ sem stendur í Átján
sögum úr álfheimum. En með prófi á Laugarvatni var lokið
skólagöngu Indriða G. Þorsteinssonar.
Nú var ekki annað fyrir en vinna fyrir sér við þau störf sem
buðust ungum manni á þessum tíma. Indriði fór í vegavinnu,
sumarlangt í Bakkaselsbrekkunni í Öxnadal. Hefur hann í við-
tölum sagt nokkuð frá því tímabili og minnilegum persónum
sem hann kynntist þar. Ein besta smásaga Indriða, ,Að enduð-
um löngum degi‘ í Þeir sem guðimir elska er til orðin upp úr
þeirri reynslu. Að þessu loknu fór hann að selja vörulager fyrir
Richard Ryel á Akureyri. Upp úr því kynntist hann Valgarði
Stefánssyni heildsala og réðst til hans, starfaði þar í tvö ár,
1943—45. Indriði segir að Valgarður hafi verið góður hús-
bóndi, ákveðinn og harður, „og það líkaði mér vel. Ég ók með
vörur fyrirtækisins út um allar þorpagrundir, svo sem Valachinn
sem fólk þambaði alveg gegndarlaust. Bíllinn var gamall Ford
sem Valgarður átti og ég ók vörunum á honum.“ Þarna var
Indriði orðinn bílstjóri að atvinnu og stundaði það starf mörg
næstu árin. Sér þess fjölvíða stað í verkum hans.
Eftir tímann hjá Valgarði varð Indriði vörubílstjóri á Stefni á
Akureyri og þá eignaðist hann sjálfur vörubíla, einn með núm-
erinu A-54 og annan með A-419. Og áfram hélt þessi starf-
semi því Indriði keypti stóran hertrukk sem hann hafði í för-
um milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þá voru þeir bræður, Pét-
ur og Valdimar Jónssynir frá Hallgilsstöðum, að byrja sinn bif-
reiðaakstur.
Pétur Jónsson var oft að skammast út í það að ég væri að
undirbjóða sig með flutningana héðan [frá Akureyri] til
Reykjavíkur. Yfirleitt var erfitt að fa ffagtina héðan til flutn-
ings suður, en alltaf nóg að flytja að sunnan og fyrir kom að
maður var að undirbjóða. En ég sagði einu sinni við Pétur:
„Blessaður vertu ekki að rífa kjaft, ég skrifa einhvern tíma
bók um þig í staðinn.“
Ég meinti auðvitað ekkert með þessum orðum mínum.
22