Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
leigði um skeið í sama húsi og foreldrar Indriða. Stefán var
Skagfirðingur að uppruna, raunar sveitungi Indriða, fæddur á
Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi 1894. Hann hafði lifað býsna
umskiptasömu lífi, hvarf frá menntakólanámi og vann þá við
kaupsýslu í Reykjavík um skeið, sem lauk hastarlega, og fór
Stefán þá af landi brott til Ameríku. Þar dvaldist hann árum
saman, í Kanada og Bandaríkjunum, fékkst við ýmis störf og afl-
aði sér víðtækrar lífsreynslu. Hann kom heim 1931 og vann
eftir það við skrifstofustörf og kennslu á Norðurlandi. Stefán
er þekktastur fýrir þýðingar sínar og ber þar hæst tvö verk
frægra bandarískra sagnaskálda, Þrúgur reiðinnar eftir John
Steinbeck, sú þýðing kom út 1943-44, og Hverjum klukkan
glymur (Klukkan kallar) eftir Ernest Hemingway, þýðingin
prentuð 1951. Stefán lést 1974. — Persónuleg kynni Indriða af
Stefáni Bjarman skiptu miklu fyrir rithöfundarferil hans, en
frá þeim segir í þættinum ,Lærifaðir í kjallaranum1 í Söng lýð-
veldis. Báðir hinir bandarísku höfundar, Steinbeck og Hem-
ingway, orkuðu sterkt á Indriða fyrir milligöngu Stefáns, en
auk þess kom til þýðing Halldórs Laxness á Vopnin kvödd eftir
Hemingway sem Indriði las ungur. Persónan Jón Aðalsteinn Bekk-
mann í Unglingsvetri er ljóslega mótuð eftir Stefáni Bjarman.
I viðtali spyr Valgeir Sigurðsson Indriða hvenær hann hafi
byrjað að semja skáldskap „í fúlustu alvöru“. Indriði svarar því
skilmerkilega og það svar á vel heima á þessum vettvangi, svo
það skal tekið upp í heilu lagi:
Ég lifði mikla umrótstíma eftir að alvaran kom til sögunn-
ar, en það var ekki fyrr en upp úr 1947. Ég get ekki skil-
greint hvers vegna fikt varð að alvöru, en um þetta leyti
gerði ég mér grein fyrir því að það myndi kosta mikla fyrir-
höfn að ná þó ekki væri nema smávægilegum árangri í að
skrifa. Ég hafði verið latur í skóla og lítill námsmaður. Nú
sagði þetta undirbúningsleysi til sín með þeim afleiðingum,
að ég held ég hafi ónýtt allt sem ég skrifaði fram undir
24