Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 27
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
1950, eða í ein þrjú ár. Ég held samt að ég hefði getað feng-
ið eitthvað prentað eítir mig á þessu tímabili, en ég reyndi
það ekki. Mestu af þessum tíma eyddi ég hjá frændfólki og
kunningjum í Skagafirði. Á manntalinu var ég skráður
lausamaður, og það var orð að sönnu. Mér hefði satt að
segja ekki tekizt þetta, ef Skagafjörður hefði ekki verið og
allt þetta góða fólk, sem tók mig á heimili sín. Ég fékk
meira að segja greiðslur fyrir ýmis viðvik, og einn frændi
minn kom einu sinni með þrjú hundruð krónur, kallaði
mig í myrkri út undir vegg og fékk mér þær með þeim
orðum, að hann vissi hvað ég væri að reyna að gera, og ég
skyldi líta á þetta sem skáldalaun. Þetta var Sigfús Stein-
dórsson frá Nautabúi. Árið 1950 er ég kominn hingað til
Reykjavíkur með tvær sögur upp á vasann. Onnur hét Blá-
stör og byggðist á atviki, þegar kálfur slapp út á Laugabóli,
trylltist og hljóp upp í Hamraheiði og náðist ekki fyrr en
eftir mikinn eltingaleik á túninu á Starrastöðum. Svo var
ort í eyðurnar. Hin sagan hét Vígsluhátíðin og var eiginlega
saga úr vegarlagningu um Bakkaselsbrekkuna svonefndu,
en þar hafði ég unnið mörgum árum áður. Sögur þessar
voru ólíkar að frásagnarháttum, en þeir hafa báðir verið
mér tamir síðan.
Þetta var sem sagt um alvöruna.
(Valgeir Sigurðsson, 53—54)
Til viðbótar þessu má telja þriðju söguna, sem heitir ,Dalur-
inn‘ og er skrifuð á Bjarmalandi í Skagafirði júní 1950. Hún
birtist fyrst í jólablaði Tímans það ár. Dalurinn er elsta saga
Indriða sem hann hefur metið nógu góða til að vera í allríflegu
úrvali sem hann gerði sjálfur af sögum sínum og er tekin upp
í ritsafn hans 1992, fyrra smásagnabindið sem hann nefnir
Fyrstu sögur.
Raunar er ekki öll sagan sögð með þessu. Lítið kver, I birki-
laut, ástarsögur eftir innlenda og erlenda höfunda, kom út í
25