Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
Reykjavík 1950. Þar eru þrjár sögur eftir ,Indriða‘, í skrá
Landsbókasafns eru þær raunar eignaðar Indriða Indriðasyni.
Sögurnar heita ,1 framsætinu', ,Þegar dagurinn hverfur' og ,í
nótt er Iífið - á morgun?‘, sú síðasttalda með undirtitilinn ,Ur
dagbók leigubílstjóra.1 Berast því böndin að Indriða G., hann
hafði fengist við leigubílaakstur eftir komuna suður. Þessar
sögur voru eignaðar honum í blaðagrein sem birtist meðan
hann lifði. Bar hann ekki á móti því, enda þótt þær séu ekki í
hinni „opinberu“ ritverkaskrá höfundarins.
III
Foreldrar Indriða fluttust til Reykjavíkur árið 1944. Ári síðar
varð Þorsteinn Magnússon sextugur. Þá bjuggu þau hjónin að
Steinum við Breiðholtsveg. Hann virðist ekki hafa haft mikið
um sig, því að afmælisdeginum, 18. júní, varði hann til að
skrifa blaðinu Utvarpstíðindum langt bréf um dagskrá Utvarps-
ins og birtist það í blaðinu í ágúst. Sést af því að bréfritari
fylgdist vel með, hugleiddi margt, var gagnrýninn og hafði
ákveðnar skoðanir á menningarmálum. Þau hjón, Þorsteinn
og Anna, keyptu hús í Blesugrófinni við Elliðaárnar, sem verið
hafði baðhús Breta á stríðsárunum, innréttuðu það og skírðu
Gilhaga. Þaðan stundaði Þorsteinn vinnu, lengst af var hann
verkamaður hjá Rafmagnsveitunum. Árið 1948 bar þeim, og
þá einkum Önnu, mikill harmur að höndum þegar Arnaldur
Jónsson lést sviplega, á tuttugasta og níunda aldursári. Hann
hafði unnið sér álit sem fær blaðamaður, en tókst ekki að
hemja vínhneigð sína. Að Arnaldi látnum skrifaði Halldór
Kristjánsson á Kirkjubóli greinina ,Tapaður leikur. I minningu
látins félaga' og birti íTímanum 18. mars 1948 (aftur í úrvals-
safni á áttræðisafmæli sínu, / dvalarheimi, 1990). Halldór fer
lofsyrðum um mannkosti og hæfileika Arnalds, en jafnframt
verða örlög þessa unga manns greinarhöfundi átakanlegt
dæmi um hættur ofdrykkjunnar og þær freistingar sem þar
26