Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1951 er örlagaár í lífi Indriða, því þá hefst í raun starfsfer-
ill hans, bæði sem rithöfundar og blaðamanns. Svo vill til að
sami maðurinn kemur við sögu á hvorum tveggja vettvang-
inum og varð þannig eins konar guðfaðir Indriða. Þetta var
Andrés Kristjánsson, þá blaðamaður áTímanum, síðar ritstjóri
þess blaðs og bókmenntagagnrýnandi þar um langt skeið. Ekki
er að undra að Indriði liti æ síðan á Andrés sem einn besta vin
sinn og helsta velgerðamann.
Frá því var áður sagt að Indriði birti smásöguna ,Dalinn‘ í
jólablaði Tímans 1950. Þá var Andrés orðinn blaðamaður þar
og hefur þegar litist vel á hinn unga höfund. Frá janúar og
fram í maí ritaði Indriði sex sögur í húsi foreldra sinna sem all-
ar birtust í fyrstu bók hans, en tvær komu í tímaritum fyrst:
,Vígsluhátíðin‘ er skrifuð í janúar og birtist í Lífi og list. I febr-
úar skrifaði hann ,Blástör‘. Þá sögu sýndi Indriði Andrési
ICristjánssyni „og hann vildi óður og uppvægur að ég sendi
hana í smásagnasamkeppni Samvinnunnar, sem þá hafði verið
boðað til. Ég fór að orðum hans. Og hann varð miklu glaðari
en ég, þegar tilkynnt var að sagan hefði fengið verðlaunin.“
(Valgeir Sigurðsson, 54). Urslit í samkeppninni voru tilkynnt
30. maí 1951. Borist höfðu hvorki fleiri né færri en 196 sögur
hvaðanæva af landinu og var það miklu meiri þátttaka en búist
var við. Þrenn verðlaun voru veitt. Fyrstu verðlaun voru ferð
til Miðjarðarhafsins með einu af skipum Sambandsins. Þegar
hér var komið hafði Indriði samið fjórar sögur í viðbót, ,Salt í
kvikunni1 og ,Við fótstall forsetans1 í mars, ,Selkollu‘ í apríl og
,Skeið af silfri gjörð‘ í maí.
Blástör birtist í júníhefti Samvinnunnar. Hún var víðlesið
tímarit á þeim árum, sagan vakti mikla athygli, varð umtöluð
og umdeild, eins og vísa Karls Kristjánssonar, sem tilfærð var
í upphafi þessa máls, ber vitni um. Þótti ýmsum nóg um hve
„kynósa“ sagan var. I dómnefndinni, sem Karl taldi raunar
allra „bláasta“, sátu Benedikt Gröndal ritstjóri Samvinnunnar,
Andrés Björnsson síðar útvarpsstjóri, og Árni Kristjánsson
28