Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
vera töluvert bendlaður við bandaríska sagnameistara og Stein-
grímur Sigurðsson hélt því fram í tímaritsgrein þegar Sjötíu og
níu af stöðinni kom út (Stefnir 1955) að ábrifa Steinbecks gæti
í sögum Sæluviku, enda var Hemingway þá ekki kominn til
sögunnar. Þá er átt við hið erótíska efni sem hér er áberandi,
ekki aðeins í ,Blástör‘, heldur líka sögum eins og ,Salt í kvik-
unni‘ og ,Rusl‘. Hér er líka athyglisverð hernámssaga, ,Kona
skósmiðsins', byggð á minningu frá Akureyri eins og skáld-
sagan Norðan við stríð löngu síðar og kemur sama minni fyrir
þar.
Sjálfsagt má líka fínna ameríska sagnamanninn í titilsög-
unni, ,Sæluviku‘, ekkert er nýtt undir sólinni, hvar sem mann-
lífi er lifað. En ég hef fyrir satt að sagan sé á ýmsan hátt raun-
trú lýsing á andrúmslofti kringum það skagfirska samkomu-
hald sem þetta nafn ber, mönnum og staðháttum á Sauðár-
króki - hvað sem ástafarinu líður. ,Sæluviku‘ endurritaði
Indriði fyrir smásagnaúrval Helga Sæmundssonar, Vafurloga,
1984. Breytingarnar eru, fyrir utan lagfæringar og slípun á stíl
og orðfæri, að langmestu leyti í því fólgnar að afmá dulbúning
staðhátta sem var hvort eð er alveg gegnsær. Nú heitir gatan í
sögunni Skagfirðingabraut, en ekki Héraðsbraut. Og þorpið
heitir ekki lengur Ægisvík, heldur Krókur. I stað almennra frá-
sagna um gömul timburhús kemur texti um litla á sem rann
gegnum staðinn miðjan, brú yfir hana rétt hjá kirkjunni. „Og
bílstjórar höfðu á orði að þarna mætti sem hægast aka út af án
þess að nokkur fengi við því gert. Þeir sögðu það líka um Stað-
arbeygjuna.“
Þá er greint frá því í Sæluviku að menn framan úr dölum
ætluðu að horfa á Dadda Brenni leika elskhugann í Landa-
frœði og ást og minnst á prestana séra Arnór og séra Hallgrím,
en hvorugt stendur í upphaflegri gerð. Eins og sagan er endan-
lega frá hendi höfundar mun hún ennþá gleggri skrásetning en
fyrr um þann landsfræga þátt í skagfirsku mannlífi sem sælu-
vikan er og hefur ætíð verið. I heilu lagi kemur Indriði G. Þor-
32