Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 35
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
steinsson fram í Sæluviku sem ferskur og hressilegur, raunsær
höfundur, nokkuð erótískur („náttúrumikill höfundur“, var
fyrirsögn á dómi Erlends Jónssonar í Lífi og list), en umfram
allt ný rödd í íslenskum sagnaskáldskap, rödd sem yrði hlustað
eftir í framtíðinni.
IV
Á næstu árum festir Indriði sig í sessi sem blaðamaður í
Reykjavík og eflir kynni sín við þjóðlífið sem mönnum í slíku
starfi er nauðsyn. Hann ferðaðist mikið um landið og reið
tengslanet við menn í öllum landshlutum. Tíminn þótti gott
fréttablað á þessum árum og Indriði átti sinn þátt í að móta
það álit. Sem blaðamaður kynntist hann ýmsum sérstæðum
persónum sem hann hafði gaman af og nýtti sér í sögum sín-
um. Sumir voru sýslungar hans, eins og söngvarinn Sigurður
Skagfield og Ásmundur Jónsson skáld frá Skúfsstöðum. Beggja
þessara manna minntist hann við andlát þeirra.
Einkalíf Indriða færðist einnig í skorður. Hann kvæntist árið
1956 Þórunni Ólöfu Friðriksdóttur úr Reykjavík. Hún var
fimm árum yngri en hann, fædd árið 1931, dóttir Friðriks
Ólafssonar skólastjóra Stýrimannskólans og konu hans Láru
Sigurðardóttur. Þau Indriði og Þórunn eignuðust fjóra syni:
Friðrik blaðamann, fæddan 1957, Þorstein Guðmund mál-
fræðing, fæddan 1959, Arnald rithöfund, fæddan 1961 og Þór
listmálara, fæddan 1966.
Eftir að Sæluvika kom út skrifaði Indriði smásögur áfram og
þjálfaði ritstíl sinn. Hann lifði nú og hrærðist í iðu borgarlífs-
ins en stóð samt ennþá fótum í hinu gamla þjóðfélagi; þetta
speglast í stíl hans jafnt sem viðfangsefnum. Árið 1953 skrifar
hann sögu sem stendur ásamt níu öðrum í næstu smásagnabók
hans. Þá hafði hann tileinkað sér annan stíl, harðsoðinn, en
þessi, sem heitir ,Gömul saga‘ er „linsoðin upp á gamalkunnan
íslenskan máta,“ eins og sagði í ritdómi, „og útvatnaður Kiljan
3 Skagfirðingabók
33