Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 37
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
fríið hafði auðvitað sín mörk. Hins vegar var ég nokkuð vel
undir þetta búinn. Eg hafði lítið skrifað um sinn, og reynt
að leggja verkið niður fyrir mér, og ég held ég hafi bara
byrjað á fyrsta kafla, sem einu sinni átti að verða smásaga,
og umskrifað hann nokkrum sinnum, unz ég var ánægður.
Síðan minnir mig að ég hafi ætt áfram eins og veðhlaupa-
hestur, þar sem ég sat í lítilli herbergiskompu á Hótel
Goðafossi. Þeir voru þarna á stjái, Steingrímur Sigurðsson og
Siglaugur Brynleifsson, þáverandi amtsbókavörður ... Sig-
laugur var mjög þægilegur og hældi mér á hvert reipi, eftir
því sem leið á bókina, en Steingrímur byrjaði fljótlega að
orða stælingu á Hemingway ... Ég lauk við fyrsta samfellt
handrit að bókinni fyrir jól [aftan við textann stendur: Ak-
ureyri í nóvember 1954], en lauk við síðustu yfirferð á því
heima hjá foreldrum mínum eftir jólin, og síðan fór það
beint í prentsmiðjuna.
(Valgeir Sigurðsson, 57)
Sjötíu og níu af stöðinni kom út hjá Iðunnarútgáfúnni, forlagi
Valdimars Jóhannssonar, 5. mars 1955. Var sagt að fleiri útgef-
endur hefðu boðið í handritið og höfundinum munu hafa ver-
ið greidd hærri ritlaun en ungum höfundi höfðu áður hlotn-
ast. Sagan var kynnt á útgáfudegi í blaðinu Frjáls þjóð, sem var
málgagn Þjóðvarnaflokksins, en Valdimar útgefandi var ein-
mitt formaður þess flokks. Þennan dag birtist í blaðinu bæði
viðtal við höfundinn og umsögn um bókina sem Hallberg
Hallmundsson, starfsmaður útgáfunnar, hafði skrifað. Verður
ekki annað sagt en snöfurlega hafi verið staðið að markaðs-
setningu. Menn virðast hafa verið slíku óvanir þá og á orði
haft að ýmsir hafi snúist öndverðir við bókinni vegna „hvatvís-
legrar“ kynningar. Nú á dögum eiga menn bágt með að setja
sig inn í slíkan hugsunarhátt þegar auglýsingamennskan hefur
náð áður óþekktum hæðum.
Þessi saga Indriða er svo þekkt að tæpast þarf að rekja efni
35