Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 38
SKAGFIRÐINGABÓK
hennar þótt gera megi það í fáum orðum. Þetta er samtíma-
saga úr Reykjavík, stutt og hnitmiðuð, gerist á einu sumri. Að-
alpersóna og sögumaður, nema í fyrsta og síðasta kafla, er ung-
ur maður, Ragnar Sigurðsson leigubílstjóri, númer 79 á bíla-
stöð. Hann er sveitamaður að uppruna, nánar til tekið Skag-
firðingur. Ragnar er bundinn átthögum sínum og fyrra lífi og
á erfitt með að aðlagast hinum harða heimi borgarlífsins.
Hann eignast vin á stöðinni, bílstjórann Guðmund sem er sveita-
maður eins og hann, Borgfirðingur, en eldri og lífsreyndari.
Ragnar hittir unga konu, Guðríði Faxen (Gógó), á leið í bæ-
inn frá herstöðinni í Keflavík. Þau taka upp ástarsamband, en
eiginmaður konunnar er á geðsjúkrahúsi í Danmörku og deyr
skömmu síðar. Þegar Ragnar kemst að því að ástkona hans
hefur farið á bak við hann og haft bandarískan hermann hjá
sér um helgar, örvinglast hann, slæst við Guðmund vin sinn,
drekkur sig fullan og ekur að næturþeli norður í Skagafjörð.
Við Arnarstapa, þar sem sér yfir héraðið, fer bíllinn út af veg-
inum og Ragnar deyr meðan hann horfir á Mælifellshnjúk.
Síðasti kaflinn lýsir svo viðbrögðum Guðríðar og Guðmundar
eftir brottför Ragnars. — Návist bandaríska hersins er örlagaat-
riði sögunnar, það er undirstrikað strax í upphafi. Sjálfur taldi
Indriði að hann hefði einkum verið að lýsa áhrifum hersins. í
öðru ljósi má líta á herinn sem tákn hins kapítalíska þjóðfélags
sem til er orðið á Islandi sem annars staðar á Vesturlöndum,
tortímir einföldum lífsháttum sjálfsþurftabúskapar og færir sak-
lausa sveitadrengi í kaf.
Bókin seldist strax vel og næstu vikur birtust ritdómar. Hinn
13. mars kom ritdómur Bjarna Benediktssonar ffá Hofteigi í
Þjóðviljanum (endurpr. í Bókmenntagreinum Bjarna, 1971), 5.
apríl dómur Andrésar Kristjánssonar í Tímanum og 27. apríl
dómur Guðmundar G. Hagalíns í Morgunblaðinu. Allt voru
þetta jákvæðir dómar í megindráttum, umsagnir Andrésar og
Hagalíns einróma lofsamlegar; Andrés segir þannig byggingu
bókarinnar „meistaraverk og ekkert minna.“ Hagalín leggur út
36