Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 41
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
Ef menn lesa lok tíunda kafla í Sjötíu og níu af stöðinni sést
að hesturinn í Hnjúknum og hlutverk hans er býsna ólíkt pard-
usdýrinu í Kilimanjaró. Einnig hefiir löngu verið á það bent
að sögnin um hvítan hest í Mælifellshnjúk er arfsögn í Skaga-
firði: snjóskafl í fjallinu líkist hrossi þegar snjóa tekur að leysa
á vorin, og höfðu menn það til marks að leiðin suður Stóra-
sand væri fær þegar hesturinn fer sundur um bógana. Þetta
hefur Indriði lært af ættmennum sínum, enda stunduðu afi
hans og langafi skreiðarferðir yfir Stórasand svo í minnum er
haft. Hitt er annað mál að auðvitað gat pardusdýrið sem kem-
ur við dauða söguhetju Hemingways hvatt Indriða til að
minna á hestinn í Hnjúknum í kaflanum um dauða Ragnars.
Þess þurfti þó ekki til, enda hestar mikið notuð tákn í skáld-
skap. Þannig er um ýmislegt sem hann notar frá Hemingway.
Hann beitir tækni meistarans til eigin nota, fellir hana að frá-
sögn sem er sprottin upp úr reynslu hans sjálfs. Sjötíu og níu
af stöðinni, harmsagan um skagfirska bílstjórann, er í fyllsta
mæli persónulegt verk, enda þótt um fyrirmynd stílsins þurfi
ekki að deila. Þetta er úrslitaatriði. Væri saga Indriða einber
stæling á Hemingway myndi hún vissulega fljótt hafa dáið
drottni sínum. En hún hefur orðið klassísk í vitund lesend-
anna og í bókmenntasögunni af því að kjarni hennar er lifandi
og ekta. Og þótt harðsoðni stíllinn kunni að hafa hugnast
mönnum misvel, er sagan auðvitað óhugsanleg í öðrum stíl.
Stíll og inntak skáldverks er órofa heild, og saga Indriða er
markverð nýjung í íslenskum bókmenntum í krafti þess sem
hún er, hvernig hún er sögð og hvaða kennd hún miðlar.
Almennir lesendur tóku Sjötíu og níu af stöðinni betur en
misjafnlega lyntir gagnrýnendur kalda stríðsins. Strax um vor-
ið 1955 var hún gefin út í vasabókarformi sem þá var næsta fá-
títt um íslenskar skáldsögur þótt það sé nú orðið algengt.
Menn höfðu ánægju af bókinni, létu sig það engu varða hvort
Indriði drægi dám af Hemingway, hitt skipti máli hvort sagan
orkaði á lesandann og festist í huga hans. Svo fór sannarlega;
39