Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 43
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
sem öfund og djöfulskapur vaða uppi. Flestir þeir rithöfund-
ar sem ég kynntist voru slasaðir menn sem ráku skáldskap
eins og aukabúgrein en eyddu orku sinni í að níða skóinn
hver af öðrum og tryggja sér forréttindi, dómharðir og lítil-
mótlegir. Þessi uppgötvun var mér mikið áfall því ungur
hafði ég trúað því að rithöfundar væru heilagir menn.
(Matthías Viðar Sæmundsson, 54)
Indriði ber tveimur eldri mönnum í hópi skálda góða sögu,
Jóhannesi úr Kötlum og Guðmundi Böðvarssyni sem báðir
hafi sýnt sér góðan vinskap. I ævisögu Guðmundar eftir Silju
Aðalsteinsdóttur kemur fram að hann kunni vel að meta Land
og syni. Af yngri mönnum, á svipuðum aldri og Indriði sjálfur,
segir hann Elías Mar einan hafi orðið sér hugstæðan, „hann
var ljúfur og dálítið alföðurlegur og iðkaði ekki slagsmál.“ Að
öðru leyti kveðst Indriði lítið hafa blandað geði við jafnaldra
sína meðal skálda.
Á þessum árum var klofningur í samtökum rithöfunda. All-
margir borgaralegir höfundar höfðu klofið sig úr Rithöfunda-
félagi Islands 1945 og myndað Félag íslenska rithöfunda. Það
var oft nefnt Hagalínsfélagið, enda var Guðmundur Hagalín í
forystu meðal stofnenda þess og helstur áhrifamaður í félag-
inu. Hagalín var vinsamlegur Indriða, skrifaði tvo ritdóma um
Sjötíu og níu af stöðinni, fyrst í Morgunblaðið og einnig í
Eimreiðina 1956 þar sem hann ver höfundinn fyrir ásökunum
um stuld frá Hemingway. Það var því eðlilegt, einnig miðað
við pólitíska afstöðu Indriða, að hann gengi í Hagalínsfélagið.
Ekki gat hann vænst vinsemdar frá áhrifamiklum vinstrihöf-
undum, það sést af lítilsvirðandi dómi eins helsta forustu-
manns þeirra, Halldórs Stefánssonar, um Sjötíu og níu af stöð-
inni í Tímariti Máls og menningar, 1955. Kalda stríðið var
engan veginn heilsusamlegt íslensku menningarlífi, kallaði ffam
verri hliðar manna, ofstæki, illgirni, hlutdrægni og smásálar-
skap. Indriði varð fyrir barðinu á slíku ekki síður en ýmsir aðr-
41