Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 44
SKAGFIRÐINGABÓK
ir, báðum megin víglínunnar. Við þetta bættist hroki mennta-
manna sem er auðsær af grein Steingríms Sigurðssonar: Hvað
þóttist lítt skólagenginn bílstjóri ætla sér að vera listrænn rit-
höíundur?
Tveimur árum eftir Sjötíu og níu af stöðinni, vorið 1957, kom
frá Indriða bókin Þeir sem guðirnir elska, undirtitill Stuttar sög-
ur. Utgefandi var Iðunnarútgáfan eins og að fyrri bókum hans.
Þetta eru tíu smásögur, samdar á tímabilinu frá því Sæluvika
kom út til 1956. Almennt eru þessar sögur mun fágaðri að stíl
en sögur Sæluviku og líkjast meir Sjötíu og níu af stöðinni.
Sögurnar eru misjafnar, sumar gerast erlendis og augljóslega
sprottnar af blaðamennskuferðum höfundarins, þær eru raun-
ar lakari en heimasögurnar. Nokkrar sögur bókarinnar eru í
röð bestu smásagna Indriða, eins og ,Að enduðum löngum
degi‘, ,Heiður landsins1 og ,1 fásinninu', en hún er samin í
Villa Nova, Sauðárkróki, á páskum 1956. Þeir sem guðirnir
elska fékk fremur góðar móttökur gagnrýnenda og bestu sög-
urnar verulega viðurkenningu. Indriði staðfesti að hann var
búinn að ná föstum tökum á ritlist sinni og kunnátta hans í
smásagnagerð, að bregða upp skýrum og hnitmiðuðum mann-
lífsmyndum, hafði eflst til verulegra muna. Nú biðu menn
nýrrar skáldsögu frá hendi hans. Sú bið átti eftir að verða
lengri en vænst var.
V
Um 1957 fór Indriði að hugsa um efni í nýja skáldsögu. Það
tengdist Sjötíu og níu af stöðinni að því leyti að þar skyldi taka
til meðferðar aðdraganda þess að menn eins og Skagfirðingur-
inn Ragnar Sigurðsson yfirgáfu sveitina, með öðrum orðum
hina miklu breytingu frá landbúnaðarþjóðfélagi yfir í þéttbýl-
isþjóðfélag í landinu. Það er eðlilegt að setja skil við stríðið í
þessu efni. Kreppuárin í sveitinni fyrir stríð yrðu því viðfangs-
42
j