Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
Með kvikmyndun Sjötíu og níu af stöðinni var athygli aftur
beint að Indriða G. Þorsteinssyni sem skáldsagnahöfundi. Og
nú var hann einmitt að ljúka við aðra skáldsögu sína. Hann
hafði gert aðra atrennu að efninu og fundið þá aðferð sem
hann vildi beita. Sumarið 1963 var hann á Akureyri og lauk
við handritið í september. Valdimar Jóhannsson í Iðunni gaf
söguna út fyrir jólin. Hún hét Land og synir, vakti athygli og
var töluvert um hana skrifað. Samt var Indriði ekki ánægður
með móttökurnar og sölu bókarinnar. En sagan vann á jafnt
og þétt og engum blandast hugur um, þegar litið er yfir sagna-
gerð Indriða eftir á, að þetta er kjarnaverk á ferli hans.
Land og synir er ekki löng saga, þótt hún sé að vísu nokkru
lengri en fyrri skáldsaga höfundarins. Hún gerist í sveit á
nokkrum haustdögum. Ráða má af líkum að sögutíminn sé
miður fjórði áratugurinn, 1935-37. Kreppa er í landi og
mæðiveiki hefur herjað sveitirnar. Aðalpersónan er ungur
maður, Einar Ólafsson, sem býr á Gilsbakka með föður sínum.
Hann er einbirni, móðirin dáin, og samband feðganna afar
náið. Strax í upphafi er ljóst að Einar vill yfirgefa sveitina,
þrátt fyrir nývaknaðar ástir hans og stúlku á næsta bæ, Mar-
grétar dóttur Tómasar í Gilsbakkakoti. Hann er vel stæður
bóndi, en Ólafur, faðir Einars, aftur á móti skuldum vafinn.
Einar fer í göngur, en á meðan veikist Ólafur og er fluttur á
sjúkrahús. Þegar sonurinn vitjar hans þar er hann látinn. Einar
fær að vita um skuld föðurins við kaupfélagið, ákveður að
greiða hana, en til þess verður hann að selja jörðina og farga
bústofninum. Tómas kaupir jörðiná, með það í huga að halda
Einari kyrrum. Það kemur fyrir ekki, hann er staðráðinn að
fara og Margrét lofar að fara með honum, þau muni hittast við
rútuna. Þegar rútan fer með Einar, kemur hún ekki. Hann
heldur einn á móts við óvissa framtíð utan æskusveitarinnar.
Sagan fjallar annars vegar um vonlausa framtíð búskapar,
sem kemur fram í mati Einars í samtali við kaupfélagsstjórann.
Kalt mat segir honum að það sé ekki framu'ð í þessum at-
48