Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 51
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
vinnuvegi. Hins vegar er hann bundinn sveitinni, landinu,
nánum tilfinningaböndum sem sársaukafullt er að slíta. Það
kemur gleggst fram í lýsingunni á því þegar hann fellir hestinn
sinn, Hvíting. Hann ædar að fara með Margréti með sér burt,
og lýsir því fyrir henni að hún sé jarðargróðinn. Hann biður
stúlkuna að segja foreldrum sínum það:
Segðu þeim einnig að þú sért engin og túnin og eylendið
og þegar ég horfi á þig hafi ég það allt fyrir augunum, og
fegurð þess og fjöllin þegar þau eru blá og þú sért þetta hér-
að og þú munir fylgja mér og vera hjá mér þegar ég dey.
(212)
En „það fer enginn burt með hérað sitt upp á arrninn", hefur
Indriði sagt. Og sögulokin eru óumflýjanleg.
Það kom oft fram hjá Indriða að Land og synir var sú bók
hans sem honum var sárast um. Hún hafði verið honum erfið,
en þetta var bók sem hann varð að skrifa og lagði í hana alla
sína dýpstu reynslu sem sveitadrengs og allt sitt afl sem full-
þroska höfundur. Hann skilgreindi stundum sjálfan sig sem
„skáldskaparlegan sagnfræðing“. Það er ekki fjarri lagi. I Landi
og sonum leitast hann við að skrá anda sveitarinnar. Hann ger-
ir það með því að halda til haga ótal einstökum atriðum sem
til samans skapa sveitalífið. Það er landið sjálft með litbrigðum
sínum og veðrabrigðum, það er fólkið, störf þess og viðbrögð
hvers við öðru, klæðnaður þess, hátterni og tal. Það er ’gróður-
inn, dýrin, einkum hestarnir, búsáhöldin, vegirnir, bílarnir,
húsakynnin. Allt myndar þetta eina lífræna heild í sögunni.
Hér er ekki hinn hraði æðasláttur borgarinnar í Sjötíu og níu
af stöðinni. Hér er ekki harðsoðni hemingwayski stíllinn ráð-
andi, þótt honum bregði íyrir í samtölum, sem var reyndar sá
þáttur sem menn settu helst fyrir sig í sögunni. En styrkur
hennar felst í öðru sem Bjarni frá Hofteigi lýsti einkar vel í rit-
dómi:
4 Skagfirðingabók
49