Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 52
SKAGFIRÐINGABÓK
Meginverðleikar sögunnar felast í lýsingum hennar. Indriði
G. Þorsteinsson hefur svo næma sjón, að einstakt hlýtur að
teljast. Einkum er hann glöggskyggn á landið - og síðan á
allar hreyfmgar í landslaginu, enda bregður hann marg-
sinnis upp þvílíkum myndum, að hlutirnir blasa við í sum-
arbirtu. Margar myndir Lands og sona eru dýrmæt lista-
verk; og raunar hygg ég að fegurri prósi sé ekki ritaður hér
á landi en sá sem lesinn verður í einstökum lýsingarköflum
þessarar sögu. I Landi og sonum er höfundurinn á slóðum
sinnar eigin æsku, fortíðar sinnar; og eftir lestur sögunnar
verður manni eitt ljósast: ást höfundarins á jörðinni, sökn-
uður hans eftir dalnum, samúð hans með fólkinu við fjöll-
in. Sagan er einmitt rituð af sjaldgæfri einlægni og hlýhug:
það er óvart kostur á Landi og sonum, að undir frásögninni
slær hlýtt.hjarta - sem verður þó aldrei væmið.
(Bjarni Benediktsson, 267)
Ef litið er á sögusvið Lands og sona getur engum dulist að
Skagafjörður er fyrirmynd þess. Landslag og staðhættir eru
þekkjanlegir og enda viðurkennt af höfúndi að hann staðsetti
söguna í Langholtinu, í Grófargilskrikanum. í Grófargih bjó hann
um skeið í æsku, 1935-37 og síðan í næsta nágrenni í Varma-
hlíð 1937-38, eins og fýrr er rakið. Sólveig Ebba Ólafsdóttir
hefur fjallað um þessi efni í tímaritsgrein og gert kort af þeim
slóðum þar sem höfundur hugsar sér að sagan gerist og er
það birt hér. Sólveig Ebba segir: „...gæti Gilsbakki verið
Grófargil í Seyluhreppi... Stundum virðist mér aftur á móti að
Gilsbakkakot gætu verið tveir bæir, það er Reykjarhóll og
Brautarholt, báðir í Seyluhreppi. Til dæmis þegar höfúndurinn
er að lýsa veginum út langholtið og að Ólafur hafi sést frá
Gilsbakkakoti þegar hann staulaðist upp á veginn, þá stenst
lýsingin alveg við Brautarholt. En þegar er verið að lýsa ánni
milli bæjanna og þjóðveginum milli Norðurlands og Suður-
lands og staðsetningu hans miðað við Gilsbakkakot þá stenst
50