Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
arholt, er Sigurður Sigurðsson Skagfield fæddur. Bærinn vísar
framhlið að Blönduhlíðarfjöllum með vötnin tvö á milli,
en Geldingaholtið á vinstri hönd og Reykjarhóllinn á hægri
þegar staðið er í varpanum. Landið er mikið og breitt og
ótruflað allt yfir að fjöllunum. f hlaðvarpa þessa útsýnis steig
Sigurður fyrstu sporin og þetta land bar hann með sér,
hvort heldur hann var suður í löndum að syngja hetjuhlut-
verk í Wagner eða hér heima að stríða fyrir veru sinni, þar
sem salarkynni voru þrengri, lítill hetjutónn í tilverunni
og enginn Skagafjörður, af því hann er aldrei óumdeilan-
lega sannur nema í hlaðvarpanum, þótt hann sé samgróinn
að öðru leyti.
(Indriði G. Þorsteinsson: Sigurður Skagfield óperusöngvari
[minning], Tíminn, 29. september 1956)
Dómar um Land og syni voru jákvæðir. Guðmundur G.
Hagalín skrifaði langan dóm og lofsamlegan (Morgunblaðið,
4. janúar 1964; grein hans heitir ,Enginn getur ættarböndin
slitið'). Sama er að segja um dóm Andrésar Kristjánssonar
(Tíminn, 22. desember 1963), og kemur hvorugt á óvart mið-
að við fyrri afstöðu þeirra til höfundarins.Tilfærð eru ummæli
Bjarna frá Hofteigi í Frjálsri þjóð. Ólafur Jónsson hafði þá ný-
hafið sinn gagnrýnandaferil og þótti kröfuharðastur ritdóm-
ara; hann gaf sögunni góða einkunn í Alþýðublaðinu, svo og
Njörður P. Njarðvík í Vísi; hann birti nokkrum árum seinna
grein um Indriða þar sem rækilega er fjallað um söguna
(Skírnir, 1966). Þá var hún lögð fram af íslands hálfu til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Það er ljóst að hin ljóðræna tilfinning sem höfimdur tjáir í
sögunni er aðal hennar. Hins vegar er hún ekki, fremur en aðr-
ar sögur Indriða, þjóðfélagsleg eða sálfræðileg í venjulegum
skilningi. Höfimdurinn er hvorki þjóðfélagsrýnir né sálkönn-
uður. Þess vegna þótti ýmsum lýsingin á persónugerð Einars
ófullnægjandi, svo og þjóðfélagslýsingin sjálf, sem einkum kem-
52