Skagfirðingabók - 01.01.2005, Side 56
SKAGFIRÐINGABÓK
þing sem út kom snemma árs 1965, var gefin út af Almenna
bókafélaginu sem stofnað hafði verið sem vettvangur borgara-
legra höfunda. Miðað við pólitískar skoðanir Indriða var eðli-
legt að hann leitaði þangað. Valdimar í Iðunni var að vísu ekki
róttækur eða kommúnisti, en hann taldist vinstrimaður. Brott-
för Indriða frá honum til Almenna bókafélagsins varð til að
undirstrika einhvers konar hægrisveiflu höfundarins og efla
neikvætt viðhorf vinstrisinnaðra bókmenntamanna til hans.
Þannig var andinn á tíma kalda stríðsins. Það var í rauninni
undarlegt þegar litið er á skáldverk hans, sem ekki gefa tilefni
til síks mótblásturs. En sem blaðamaður varð hann sífellt harð-
skeyttari í ádrepum sínum á vinstri menn. Má segja að fyrir
það hafi rithöfundurinn goldið blaðamannsins.
Indriði átti effir að sitja um langt skeið í bókmenntaráði Al-
menna bókafélagsins við hlið helstu borgaralegra höfunda
landsins.
I Mannþingi eru ellefu sögur og þar á meðal sumar af bestu
smásögum höfundarins. Það eru sögur eins og ,Dagsönn við
ána‘, ,KynsIóð 1943‘, ,Hófadynur um kvöld‘ og ,Vetrarregn‘.
Einkennilegrar fylu gætti hjá gagnrýnendum gagnvart þessari
bók, eins og mönnum hafi fundist að Landi og sonum hefði
verið hrósað of mikið. Erlendur Jónsson (Morgunblaðið) og
Ólafur Jónsson (Alþýðublaðið) settu báðir upp hundshaus við
Mannþingi, en sá fyrrnefndi átti efiir að snúa við blaðinu
gagnvart sögunum síðar, — og raunar Landi og sonum líka
(sbr. ritdóm hans um Mannþing, Morgunblaðið 29. apríl
1965, annars vegar, — og hins vegar kafla um Indriða í bók Er-
lends, íslenzk skáldsagnaritun 1940-1970, 1971)
VI
Ljóst var að fyrstu skáldsögur Indriða tvær voru nátengdar,
enda dró hann ekki dul á það þegar Land og synir kom út. I
hinni fyrri hafði hann fjallað um árin eftir stríð, Land og synir
54