Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 57
INDRIÐIG. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
tekur til meðferðar árin fyrir stríð. I vissum skilningi er Ragnar
Sigurðsson, skagfirski bílstjórinn í Reykjavík sem ætlar að snúa
við heim í sveitina en ferst á leiðinni, sami maðurinn og Einar
Ólafsson sem yfirgaf sveitina í kreppunni. Niðurstaðan er að það
liggi engin leið til baka til þess sem var. Indriði sagði frá því í
viðtölum, um leið og hann ræddi tengsl sagnanna tveggja, að
hann ætlaði að skrifa þá þriðju um þetta mikla breytingatíma-
bil sem hann hafði lifað sjálfur. Hún átti að standa að sögu-
tíma á milli hinna tveggja og fjalla um stríðsárin.
Hann sneri sér þó ekki str’ax að því að rita þá sögu eftir Land
og syni. I staðinn kom stutt sveitasaga sem raunar gerist á svip-
uðum tíma og Land og synir og er eins og vaxin út úr þeirri
sögu. Þetta er Þjófur íparadís sem út kom 1967, útgefandi Al-
menna bókafélagið. En að öðru leyti tengjast þessar sögur
ekki. Hér er ekki fjallað um hnignandi samfélag sem ungir og
upprennandi menn vilja yfirgefa. Heldur er hér lýst sælu sam-
félagi og griðrofum eins einstaklings í því, brugðið upp mynd
af paradísarþjóðfélagi sem þjófur fer um ránshendi, — þetta er
saga um syndafall.
Fátækur bóndi býr með með barnahóp á afskekktu koti.
Hann gerist sauðaþjófur, út úr neyð að því er virðist, en þjófn-
aðurinn verður honum ástríða. Umhverfið er mannúðlegt og
trúir bóndanum, Hervaldi í Svalvogum, ekki til illra verka. En
fyrir tilviljun vakna grunsemdir, Hervaldur er kærður. Sýslu-
maður gerir leit hjá honum og órækar sannanir finnast um
þjófnaðinn, enda þótt Hervaldur reynist saklaus af þeim hests-
þjófnaði sem upphaflega var á hann borinn. Hann er dæmdur
til fangavistar og sögunni lýkur með brottför hans og fyrirsjá-
anlegri upplausn fjölskyldunnar.
Þjófur í paradís er trúlega jafnbest skrifuð af sögum Indriða.
Stíll hans er þroskaðri en fyrr og fullt jafnvægi lýsinga og sam-
tala. Persónulýsingar skýrar og mótaðar af kímilegi hlýju, sag-
an öll svo vel samin og léttilega að unun er að lesa.
Nú var það kunnugum fljótt ljóst að Þjófur í paradís er náið
55