Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
byggð á tilteknu sakamáli úr Skagafirði. Að því víkur Ög-
mundur Helgason í óprentuðu erindi: „Hér var... skírskotað
nákvæmlega hvað varðar heildarþráðinn til þekktra atburða frá
uppvaxtarárum höfundar á Langholti og í Sæmundarhlíð í
Skagafirði....“ (ögmundur Helgason: Ritmennt, 9, 2004, 139).
- I þessu sakamáli gekk dómur í Hæstarétti árið 1939. (Sjá
Hæstaréttardóma 1939, X. bindi, bls. 559-581). Ekki er ætl-
unin að rekja mál þetta hér, enda geta menn lesið um það á til-
greindum stað ef þeir hafa áhuga á.
Við samanburð kemur í ljós að Indriði hefiir nýtt sér allná-
kvæmlega málsatvik þau sem dómurinn lýsir, jafnvel í smáat-
riðum, en einfaldað málið nokkuð. Veigamest er það frávik að
í raunveruleikanum hafði ákærði áður hlotið sjö dóma fyrir
ýmis afbrot, meðal annars þjófnað á hrossum og sauðfé. Kom
það honum vitaskuld til refsiþyngingar, en í téðum hæstarétt-
ardómi sem var staðfesting héraðsdóms var hann dæmdur til
betrunarhúsvistar í tvö ár. I skáldsögunni er ekki getið um nein
fýrri brot mannsins, sveitungarnir eru grandalausir um hann,
og má því dómurinn kallast óhæfilega strangur. - Ymsar per-
sónur sögunnar eiga þekkjanlegar fyrirmyndir, Skila-Mangi:
Marka-Leifi, og fyrirmyndin að sýslumanni sögunnar er ber-
sýnilega Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga á þess-
um tíma. Lýsingar sögunnar á fólki og umhverfi eru afar glöggar
og lifandi, hins vegar er hér ekki, fremur en í fýrri sögum höf-
undar, fólgin þjóðfélagsleg eða sálffæðileg könnun. Það er glöggt
þegar víkur að því að ráða í gerðir brotamannsins í sögunni,
Hervalds í Svalvogum, og ástæðum þess að hann rauf grið við
samfélagið með þessum hætti. Má raunar finna það að sög-
unni að samfélagsmynd hennar sé í of björtum litum, skorti
skugga og andstæður sem slíkt viðfangsefni kallar raunar á.
Þegar Þjófur í paradís kom út var ekki mikið fjallað um hina
efnislegu fýrirmynd, það er þjófnaðarmálið, þótt fljótt væri á
vitorði kunnugra hver hún er. Eini ritdómarinn sem það gerði
var Ólafur Jónsson (sjá Skírni 1968 og greinasafn Ólafs, Líka
56