Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 63
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
anna og verðlaun þau, Silfurhestinn, sem þeir veittu um skeið,
sem besta bók ársins 1971. Þá var hún lögð fram til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs, síðust af þrem sögum
Indriða sem kepptu á þeim vettvangi og voru því þýddar á
Norðurlandamál. Engin þeirra fékk þar framgang, og jafnvel
var engin gefin út á Norðurlöndum. Taldi Indriði sér fjand-
skap sýndan af ráðamönnum í bókmenntalífi frændþjóðanna.
Má sjá í bréfasafni hans að hann hafnaði snúðugt beiðni frá
Knut Odegaard um rétt til að gefa Land og syni út í norskum
bókaklúbbi og sömuleiðis beiðni frá Heimi Pálssyni um að
þýða smásögu eftir hann í sænskt úrval íslenskra smásagna.
Aftur á móti komu smásögur Indriða út á nokkrum öðrum
tungumálum. Sjötíu og níu af stöðinni kom á finnsku og ung-
versku, Land og synir á þýsku og Norðan við stríð á ensku í
þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Árið 197S voru Sjötíu og
níu af stöðinni, Land og synir og Norðan við stríð gefnar út í
nýrri útgáfu með heildarheiti á spjöldum: Tímar í lífi þjóðar.
Þannig vildi höfundur leggja áherslu á tengsl þessara sagna.
Þær komu aftur í einni bók undir þessu heildarnafni árið
2004, með formála Kristjáns B. Jónassonar, sem hefur síðastur
bókmenntafræðinga til þessa fjallað um sögur Indriða, af góð-
um skilningi og ferskri sýn á sögulegt og listrænt gildi þeirra.
I sambandi við Norðan við stríð setti Helga Kress fram í
fýrirlestri á norsku (sjá Ideas and Ideologies in Scandinavian
Literature since the First World War, 1975) harða árás á kven-
myndir í bókinni, enda var nú femínisminn að rísa í bók-
menntum og öðrum samfélagsmálum. Auðvitað er Indriði
enginn femínisti, heldur ákaflega maskúlín, það blasir við í
sögum hans, mótaður af karlaheimi þar sem hlutverk kvenna
voru skýrt afmörkuð samkvæmt hefð. En fordæming á rithöf-
undi af (kvenna)pólitískum sökum missir marks, nema fólk
heimti almennt rétthugsun í bókmenntum. Þá er orðið stutt í
pólitíska stýringu skáldskapar sem menn hafa yfirleitt verið
samtaka um að fordæma í seinni tíð.
61