Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 64
SKAGFIRÐINGABÓK
Það mátti sjá á næstu árum að vinstrimenn ömuðust við
Indriða af því að hann aðhylltist ekki rétta skoðun að þeirra
dómi. Þetta kemur glöggt fram í grein Vésteins Ólasonar, ,Frá
uppreisn til afturhalds' í Skírni 1981. Hvað sem afturhaldi
Indriða líður er ljóst að uppreisnarmaður var hann aldrei. Vé-
steinn er með vísifmgurinn á lofti vegna þess siðferðismats sem
hann les úr sögum Indriða, gengur jafnvel lengra en Helga
Kress og segir að Norðan við stríð sýni að mannskilningur
höfundar sé „endanlega markaður af mannfyrirlitningu“.
Grein Vésteins er rammpólitísk bókmenntatúlkun, og ekki er
laust við að sneitt sé að höfundinum persónulega, látið í það
skína að persónulegir hagsmunir hafi ráðið því hvaða stefnu
hann tók og er það óvenjulegt í fræðilegum skrifum um bók-
menntir. Þar með töldu þessir fræðimenn, sem báðir hafa ver-
ið áhrifamiklir við Háskóla Islands, sig vera búna að ómerkja
þennan höfund og vitanlega hafði það sín áhrif og skilaði sér
til yngri bókmenntamanna - um sinn.
Eftir að Norðan við stríð kom út verða enn umskipti á starfs-
ferli Indriða. Hann hafði verið í ársleyfi frá Tímanum meðan
hann skrifaði bókina, enda var launasjóður rithöfunda kom-
inn til. Á árinu 1972 hætti hann á blaðinu til að vera fram-
kvæmdastjóri þjóðhátíðar 1974, en hann hafði setið í nefnd-
inni sem stofnuð var 1967 sem fulltrúi Framsóknarflokksins,
að undirlagi Eysteins Jónssonar sem þá var formaður flokksins.
Geta má nærri að hann hafi ekki sinnt skáldskap mikið meðan
á undirbúningi þjóðhátíðar stóð, en hann gaf þó út ljóðabók,
Dagbók um veginn, 1973. Útgefandi er skráður P.S.H., en höf-
undur sjálfur mun hafa staðið að útgáfu. Þarna eru gömul og
ný kvæði, sum býsna skemmtileg og er ljóðabókin ekki ómerkur
þáttur í höfundarverki Indriða og dýpkar myndina af honum.
Ljóðin hafa þó nokkuð horfið í skugga sagnanna og ekkert
þeirra er verulega þekkt nema ljóðið sem ort var fyrir kvik-
myndina Sjötíu og níu af stöðinni og fyrr var nefnt, ,Vegir
62