Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 66
SKAGFIRÐINGABÓK
fór prýðilega fram og skiluðum af okkur ágóða, og ég er
ánægður með minn hlut í þessu öllu saman.“ (Illugi Jökulsson,
Tíminn, 28. mars 1982).
Indriði sagði einnig nokkuð frá starfi sínu vegna þjóðhátíð-
arinnar í Aldnir hafa orðið. Hann ræðir um úrtöluraddir sem
urðu háværar eftir Vestmannaeyjagosið 1973. Þá vildu ýmsir
raunar hætta við hátíðina, „en alls ekki Eyjamenn.“ Þetta nagg
hafi verið niðurdrepandi, en Indriði segir að viljafesta Ólafs
Jóhannessonar forsætisráðherra og óbilandi stuðningur hans
hafi ráðið miklu um að áfram var haldið. Fjárveitingavaldið
var tregt í taumi að veita fé til nauðsynlegra vegaframkvæmda
og Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra neitaði. Þá lagðist
Ólafur á árarnar og málið gekk fram: „Mér fannst Ólafiir Jó-
hannesson geta haldið sínu striki hverjar svo sem hindranirnar
voru. Þessi Fljótamaður gat verið slíkur járnkarl, þegar hann
hafði tekið ákvörðun, að það var engu líkara en hann hefði
bara gaman af andstöðu." (Erlingur Davíðsson, 43). - Þessi
ummæli Indriða eru athyglisverð, ekki síst vegna þess að hon-
um hafði ekki fallið samstarf við Ólaf sem formann Fram-
sóknarflokksins meðan Indriði var ritstjóri Tímans, sagði að
þeir stirðleikar hefðu átt þátt í að hann hvarf frá blaðinu.
Eftir þjóðhátíðina fór Indriði ekki aftur að Tímanum. Hann
vann við það samkvæmt samningi að skrifa sögu þjóðhátíð-
arinnar í tveimur bindum og gekk frá því verki 1977. Stóð til
að Örn og Örlygur gæfii bókina út, en af því varð ekki. Þjóð-
hátíðarsagan kom loks út á vegum Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs árið 1987.
Árið 1974 ákvað Alþingi að veita Indriða heiðurslaun lista-
manna. Vakti það andmæli af hálfu vinstrimanna. Vitaskuld
var ekki öfundlaust að Indriði skyldi þar með tekinn fram yfir
ýmsa jafnaldra sína meðal rithöfunda, og ekki síður var um-
ræðan af pólitískum toga, þar sem sagt var að Indriði væri
skjólstæðingur þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks. En þessi andblástur var liður í því að pólitískar
64