Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 68
SKAGFIRÐINGABÓK
Menningarmafían tók það illa upp á sínum tíma að menn-
ingarlaus trökkdræver að norðan skrifaði bækur. Hún hefur
unnið að því baki brotnu að hafa af mér æruna. En þau
dagsverk eru til ónýtis. Ég er hér og held áfram að skrifa
þótt það kosti einhverjar andvökunætur. Ég fyrirlít íslensku
menningarmafíuna af því hún er ósjálfstæð og eflir engin
raunveruleg verðmæti. Hún sækir hugarfóstur sín til skand-
ínavísks þjóðfélags sem okkur er framandi og virðist líta á
það sem hlutverk sitt að búa til rórill handa Norðurlanda-
búum. Eftir síðasta stríð drap hún Kristmann með þögn-
inni af því norrænir menntamenn höfðu misst áhugann á
verkum hans. I raun og veru sórst hún í bandalag við
morðingja Kambans. Síðan þá hafa sendimenn hennar
reynt að einoka bókmenntirnar og þrýsta mönnum út í
kuldann. (Matthías Viðar Sæmundsson, 59-60)
Það er auðvelt að andmæla þessum stóru orðum, öfgum og
einsýni sem hér koma fram, eins og um að skandínavískt þjóð-
félag sé okkur framandi, að ekki sé talað um að íslensk „menn-
ingarmafía“ hafi svarist í bandalag við morðingja Kambans.
En hitt, að Indriði hafi sem rithöfúndur ómaklega sætt for-
dómum og lítilsvirðingu, sem sprottið var af pólitískri hlut-
drægni, hygg ég að sé alveg rétt. En þegar litið er á þetta dæmi
um framsetningu Indriða á skoðunum sínum er síst að undra
þótt hann yrði misjafnlega þokkaður. Svona var hann, - það er
dráttur í mynd mannsins að skoða skrif hans af þessu tagi,
enda þótt það reyni stundum á umburðarlyndi þeirra sem hafa
mætur á sagnaskáldinu Indriða. Það verður varla mildilegar
sagt um pólitísk skrif hans, sem höfundur þessarar greinar
leyfði sér að orða svo í eftirmælum (Morgunblaðið, 12. sept-
ember 2000), að hann hafi þar oft verið býsna ógætinn, lét
vaða á súðum og alls ekki nógu vandur að virðingu sinni í
málflutningi á stundum.
66