Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 69
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
VIII
Indriði hafði ekki misst áhugann á kvikmyndagerð eftir að
Sjötíu og níu af stöðinni var kvikmynduð 1962. Hann sat í
stjórn Edda-Film sem stóð að myndinni sem fyrr var sagt, og
eftir að Guðlaugur Rósinkranz, sá mikli dugnaðarforkur, dró
sig í hlé, lenti meginþunginn á Indriða. Edda-Film stóð að
fleiri verkum, meðal annars mjög umdeildri mynd sem hét
Rauða skikkjan. Innlend kvikmyndagerð var þó næsta smá í
sniðum, enda fáir hérlendis sem lært höfðu til þeirra hluta, og
ekki skilningur á því hjá þeim sem fjármálum stýrðu hversu
dýr þessi listgrein er. En á seinni hluta áttunda áratugarins
fóru að koma til skjalanna menn sem kunnu til verka. Einn
þeirra var Ágúst Guðmundsson og hefur hann sagt frá því að
hann fékk að fyrra bragði augastað á Landi og sonum sem við-
fangsefni til kvikmyndunar. Hann ræddi þetta við Indriða og
saman mynduðu þeir ásamt Jóni Hermannssyni framleiðanda
íyrirtækið Isfilm.
I framhaldi af þessu var ákveðið að ráðast í kvikmyndun á
Landi og sonum. Ágúst samdi handrit og var leikstjóri, Indriði
var bakhjarl sem söguhöfundur og auk þess stóð hann í fjáröfl-
un ásamt framleiðandanum. Ætlunin var að kvikmynda sög-
una í Skagafirði, en þar fannst ekki hentugur staður. Fór svo
að myndin var kvikmynduð í Svarfaðardal sumarið 1979. Sig-
urður Sigurjónsson og Guðný Ragnarsdóttir fóru með aðal-
hlutverkin, Einar og Margréti, en af öðrum eru minnisstæð-
astir Jón Sigurbjörnsson, svili Indriða, sem átti frábæran leik í
hlutverki Tómasar í Gilsbakkakoti, og Þorvarður Helgason
sem lék Örlyg skáld frá Máná. Indriði tók sjálfiir að sér hlut-
verk prestsins sem jarðsöng Ólaf á Gilsbakka og samdi sérstak-
lega líkræðuna. (Sjá eftimælagrein Ágústs Guðmundssonar um
Indriða, Morgunblaðið 12. september 2000)
Þetta var á vori kvikmyndagerðar á Islandi. Land og synir
var frumsýnd á útmánuðum 1980 og sýnd lengi við geysi-
67