Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
sem höfundur bregður upp glæsilegri útsýnismynd frá Krossa-
nesi í Vallhólmi þar sem Stefán Guðmundsson fæddist árið
1907, og mynd ferðalangsins sem ríður þarna um á vorkvöldi
nokkrum árum síðar og heyrir allt í einu söng sem var engum
líkur. Maður að huga að hrossum segir homum að þetta sé
strákurinn hann Stebbi, á níunda eða tíunda árinu, hann er
alltaf syngjandi. „Loks heyrði ferðalangur hvað var sungið
hreinni og gjallandi barnsrödd:
Þó að hallist hamingjan
húm á falli grundir
ég sit og kalla á sólgeislann
og syng á allar lundir.“
(Indriði G. Þorsteinsson: Áfram veginn, 11)
Flest verk Indriða af þessu tagi á næstu árum fjölluðu um lista-
menn og stjórnmálamenn. Næst kom Samtöl við Jónas, 1977,
útgefandi Örn og Örlygur. Hún byggist á samtölum við Jónas
Jónsson frá Hriflu, en Indriði hafði birt þau helstu í Samvinn-
unni og Tímanum og kynntist Jónasi allvel á efri árum hans.
Ymislegt annað efni um Jónas er fléttað hér inn, frásagnir og
hugleiðingar um stjórnmálaferil hans og íslensk stjórnmál al-
mennt á þeim tíma. Bókin hefúr þó mest gildi fyrir þá mynd
sem þar er brugðið upp af þessum harðskeytta og umdeilda
stjórnmálavíkingi, fyrrum höfúðskelfi andstæðinga sinna, sem
öldruðum manni, mildum og sáttfúsum gagnvart flestum.
Jónas var Indriða jafnan hugstæður og ekki er laust við að
áhrifa gæti frá stíl Jónasar í blaðapistlum hans.
Þar næst kom bók um listmálarann Halldór Pétursson,
1981, en ári seinna bók þar sem Indriði er á heimavelli og í
essinu sínu. Þetta er Fimmtán gírar ájram, bók um Pétur Jóns-
son á Hallgilsstöðum, bílstjórann sem Indriði kynntist ungur
sem getið var, og langferðir hans og annarra. Utgefandi var AI-
menna bókafélagið. Það er skemmtilegt að eiga þessa lifandi
70