Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 73
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
lýsingu á ferli þessa kunna bílstjóra frá hendi Indriða, svo ofc
sem hann brá upp myndum úr lffi bílstjórans í sögum sínum
sem reistar voru á eigin reynslu.
Enn er að nefna tvennt sem Indriði tók sér fyrir hendur í rit-
störfum á þessum árum. Hann skrifaði í bók um Finn Jónsson
listmálara þátt sem byggður er á samtölum við listamanninn.
Kom bókin út 1981 hjá Almenna bókafélaginu. Þá stóð hann
fyrir útgáfu á bréfum Þórbergs Þórðarsonar til barnsmóður
sinnar, Sólrúnar Jónsdóttur, Bréf til Sólu, 1983 (Útgefandi:
Guðbjörg Steindórsdóttir, í raun dóttir Þórbergs og Sólrúnar).
Indriði rakti af nærfærni söguna á bak við bréfin í inngangi
bókarinnar, ,Hamingjustríðið‘. Þótt bréfin í sjálfu sér teljist ekki
merkileg skrif frá hendi meistarans, enda hrein einkabréf, í
bókstaflegasta skilningi, er hér um að ræða áhrifaríkan þátt í
ævi Þórbergs sem varpar ljósi á skapgerð hans. Útgáfa bréf-
anna var „nýjung í Þórbergsfræðum“, eins og Sigfus Daðason,
einn mestur sérfræðingur í því efni, ritaði við útkomu bókar-
innar. Erlendis er alsiða að slíkar persónulegar einkaheimildir
um merkismenn séu gefnar út til skilnings á þeim. Bókin olli
töluverðu fjaðrafoki í herbúðum Máls og menningar, forlags
Þórbergs, og hefur Indriða líklega ekki þótt það verra.
Eina skáldsögu samdi Indriði á þessum árum, Unglingsvetur,
1979 (Almenna bókafélagið). Þetta er saga sem byggir að miklu
leyti á æskuminningum hans sjálfs frá Akureyri, er þannig
tengd hernámssögunni Norðan við stríð. Aðalpersónan er pilt-
urinn Ágúst Ásmundsson, en hér segir líka frá fjölskyldu hans,
föðurnum sem fæst við grúsk á vetrum þegar enga vinnu er að
hafa, vini hans, Lofti Sveinssyni Keldhverfingi, sem er einn
hinna ungu hjartahreinu manna sem grimmd heimsins verður
að falli. Og í kjallarnum er Jón Aðalsteinn Bekkmann, menn-
ingarmaðurinn sem þýðir heimsbókmenntir, og hefur áður
verið vikið að fyrirmynd hans.
Þetta er ágæt saga, skrifuð af innileik, en um leið af kímni og
71