Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 75
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
aðra atlögu að honum út af kvenfjandsemi í frásögn og sá ekk-
ert annað í sögunni (Dagblaðið, 17. desember 1979). Heimir
Pálsson, sem ekki hafði fengið að þýða smásögu eftir Indriða á
sænsku, birti einnig dræman dóm og skilningsdaufan (Helgar-
pósturinn, 7. desember 1979), þótt hann kæmist ekki hjá að
viðurkenna að höfundurinn væri „enginn klaufi“ í sagnasmíð.
Miðað við fyrra gengi eða gengisleysi Indriða á Norðurlöndum
var þess varla að vænta að bókinni yrði teflt fram til verðlauna
þar, enda var það ekki gert. Fulltrúar fslands í dómnefndinni,
Hjörtur Pálsson og Njörður P. Njarðvík, höfðu þó báðir fjallað
mjög lofsamlega um sagnagerð Indriða. Hann skrifaði nú af
meiri íþrótt en nokkru sinni fyrr, en það skipti ekki máli. Hin
pólitíska vindátt hafði breyst.
IX
Sá mótbyr sem Indriði mætti sem höfundur á seinni hluta fer-
ils síns átti vafalaust, sem hér er rakið, að miklu leyti rætur að
rekja til þeirrar andúðar sem hann hafði vakið hjá vinstrisinn-
uðum áhrifamönnum í menningarlífmu með blaðaskrifúm
sínum. Eitt til marks um það er veður sem gert var út af því að
Indriði ritaði á árinu 1976 undir samning við Reykjavíkur-
borg, þá Davíð Oddsson og Ólaf B. Thors fyrir hönd stjórnar
Kjarvalsstaða, þar sem hann tók að sér að semja ævisögu Jó-
hannesar Kjarvals listmálara. Ymsir vildu alls ekki að Indriði
ynni þetta verk og lögðu stein í götu hans, ættingjar Kjarvals
munu einnig hafa snúist gegn því. Minnist ég þess ekki að
óskrifuð bók hafi verið dæmd með slíkum hætti fyrr né síðar.
Um það má deila hvort rithöfúndur og blaðamaður eins og
Indriði var heppilegasti maðurinn til að skrifa þessa sögu, en
það mál snýr að þeim sem réðu hann til verksins. En Indriði
hélt sínu striki, skrifaði ævisöguna og kom hún út í tveimur
bindum á aldarafmæli meistarans: Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Ævisaga I—II, Almenna bókafélagið, 1985. Formála ritaði
Davíð Oddsson borgarstjóri.
73