Skagfirðingabók - 01.01.2005, Side 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Þetta rit er ekki listfræðileg né listsöguleg greinargerð, enda
sjálfsagt aldrei verið að því stefnt. En bókin er skilmerkileg
ævisaga Kjarvals frá vöggu til grafar, vel skrifuð og bregður
upp skýrri mynd af harla sérstæðum og svipsterkum persónu-
leika og listamanni. Að vísu vann Indriði ekki upp úr heimild-
um eða fjallaði um þær með þeim hætti sem nú er gerð krafa
um og sætti það gagnrýni. En minnisvert er að Guðbergur
Bergsson skrifaði einkar lofsamlega um verk Indriða í tveim
blöðum Helgarpóstsins (31. október og 7. nóvember 1985)
og stakk það mjög í stúf við fordæmingu listfræðinganna, en
hún var alveg eins og við mátti búast, miðað við fyrri yfirlýs-
ingar þeirra. Má segja að í þessu máli hafi opinberast ákveðin
eignarhaldshyggja af hálfu þeirra sem töldu sig eiga meiri rétt
yfir menningararfmum en aðrir, áþekkt því sem kom fram
löngu síðar varðandi ævisögu Halldórs Laxness. Menn sem
þóttust eiga listamanninn vildu ekki sætta sig við að aðrir fjöll-
uðu um hann en innvígðir.
Árið 1986 gaf Indriði út smásagnasafn, hið fyrsta í 21 ár, og
jafnframt hið seinasta frá hans hendi. Bókin heitir Átján sögur
úr álfheimum, út gefin hjá Almenna bókafélaginu. Tveimur
árum áður hafði Helgi Sæmundsson gert úrval úr smásögum
Indriða á vegum Menningarsjóðs, Vafurloga. Þar er að finna
nokkrar sögur úr tímaritum sem komu nú í Átján sögum.
Þessar sögur eru til orðnar á löngu tímabili, býsna misgóðar,
en hinar bestu gefa fyrri smásögum Indriða ekkert eftir, eins
og ,Lífið í brjósti rnanns1, ,Aprílsnjór‘ sem fyrr var nefnd í
sambandi við skólavist höfundar á Laugarvatni, og ,Símtal yfir
flóann', um mann sem fer upp á Akranes að vitja gamallar ást-
konu, frábær saga. Um þessa bók var fátt skrifað; smásögum er
yfirleitt lítt sinnt og ekki gerður greinarmunur á því sem vel er
gert á þeim vettvangi og hinu sem nær ekki máli..
Síðasta skáldsaga Indriða var Keimur af sumri, 1987. Hún
kom út hjá nýju forlagi, Reykholti. - Keimur af sumri er
74