Skagfirðingabók - 01.01.2005, Side 77
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
sveitasaga frá því fyrir stríð. Enn á ný hverfur hann til átthaga
bernskunnar í Sæmundarhlíð þar sem sveitin er á mörkum hins
gamla og nýja tíma, rétt eins og í Landi og sonum og Þjófi í
paradís. En hér er ekki verið að skrifa um viðskilnað við þetta
samfélag né þá truflun að einstaklingur raski siðferðislegum
viðmiðunum þess. Hér er einfaldlega verið að játa þessu lífi ást
sína einu sinni enn. Þetta er nostalgísk saga, skrifuð í hinum
létta áreynslulausa tóni sem höfundi var orðinn tamur, nota-
legt verk í fyllsta mæli.
Ungur drengur, Orn eða Össi, sem er eins konar vitundar-
miðja sögunnar, drekkur í sig áhrif umheimsins og samspil
kynjanna sem hann skilur auðvitað ekki. Eldri bróðir hans er í
búnaðarskóla, en hann hafði kona bóndans, grenjaskyttunnar
Jóhanns í Ánanesi, eignast áður en þau giftu sig, og faðerni
hans skiptir raunar nokkru máli í sögunni. Þetta sveitafólk er
svo lítt snortið af bæjarlífmu að það þykir sérlega athyglis- og
frásagnarvert þegar kona kemur í sveitina sem málar sig.
Annars er helsti viðburður í Keimi af sumri sá að haldnar eru
alþingiskosningar. Presturinn er í framboði en bóndinn er
andstæðingur hans - af persónulegum ástæðum að því er virð-
ist. Niðurstaðan verður að báðir frambjóðendur fá jafnmörg
atkvæði, svo varpa verður hlutkesti, eða draga um þingsætið.
Slíkar kosningar voru einmitt háðar í Skagafirði á uppvaxtarár-
um Indriða, sumarið 1934. Þá hlutu séra Sigfus Jónsson kaup-
félagsstjóri, frambjóðandi Framsóknarflokksins, og Jón Sig-
urðsson á Reynistað, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, jafn-
mörg atkvæði. Var þá varpað hlutkesti sem séra Sigfús vann.
Var sagt að hann hefði farið á þing á atkvæði Guðs, en þetta
réð úrslitum um að hægt var að mynda „stjórn hinna vinnandi
stétta“ sem svo var nefnd. I Keimi af sumri bíður Staðarklerk-
ur reyndar ósigur í hlutkestinu, en Jóhann í Ánanesi kallar það
atkvæði Guðs. Hann fagnar úrslitunum mjög, kemur drukk-
inn heim og sofnar í höndum Kristbjargar konu sinnar. Það
eru sögulok.
75