Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
Þessi saga vakti ekki mikla athygli. Efnið er líkiega of fjar-
lægt flestum lesendum til að kveikja verulegan áhuga. Arna
Bergmann fannst sem sagan fjallaði ekki um neitt (Þjóðviljinn
2. desember 1987). Viðbrögð vinstri gagnrýnenda við seinni
sögum Indriða breyttust sem sé frá því að hann hefði rangar
skoðanir í að hann hefði enga skoðun! Aðalgeir Kristjánsson
ritaði um Keim af sumri nokkru eftir að sagan kom út og vék
að fálæti ritdómara: „Mér býður í grun að til að njóta hennar
til fulls þurfi lesandinn að gjörþekkja tímann og sögusviðið.
Sagan er að vissu leyti á hálfgerðu frímúraramáli sem þeir einir
skilja sem þekkja af eigin reynslu um hvað er verið að skrifa...
Hér er fágunin í fyrirrúmi, stíllinn fellur að efninu eins og
hanski að hendi, látlaus, kliðmjúkur og tilgerðarlaus eins og
sögu af íslensku sveitafólki hæfir.“ (Aðalgeir Kristjánsson,
Tíminn, 30. apríl 1988).
Þótt góð þekking á tíma og sögusviði geri lesandanum auð-
vitað léttara að tileinka sér söguna, er mannfólkið alltaf sjálfu
sér líkt. Lýsing á hátterni sveitafólks á liðinni tíð á því ekki að
verka framandi á neinn. Og hinn hlýi og kímilegi frásagnar-
háttur, óbrigðul kunnáttusemi og léttleiki höfundar í stíl, gerir
Keim af sumri hugtækan lestur, auk þess sögulega, þjóðfræði-
lega heimildargildis sem sagan hefiir.
Eftir Sjötíu og níu af stöðinni sækja allar fimm skáldsögur
Indriða G. Þorsteinssonar efnivið og sögusvið á þær slóðir og
til þess samfélags sem hann kynntist fram að tvítugu, í Skaga-
firði og á Akureyri. Fortíðin lifði í honum og það varð hlut-
verlt hans sem sagnaskálds að miðla henni á eins trúverðugan
hátt og honum var fært. Hann þurffi fjarlægð á viðfangsefnið,
svo hann gæti séð það í ákveðinni birtu. Á seinni árum talaði
hann oft um það í viðtölum að hann ætlaði að skrifa sögu sem
byggðist á reynslu hans sem blaðamanns. Hún átti að heita
Pappírsveislan. Árið 1982 sagðist hann hafa lagt drög að þess-
ari sögu, sem sé um tímann í blaðamennskunni fram undir
76