Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 79
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
1970: „Ég ætlaði að vera búinn að skxifa hana, en var svo illur
út í ákveðna einstaklinga að ég ákvað að geyma mér það með-
an geðið væri að kólna. Ég vil ekki skilja eftir mig bækur sem
eru fullar af níðangursskap út í menn.“ (Illugi Jökulsson, Tím-
inn, 28. mars 1982)
Líklega hefur geð Indriða aldrei kólnað nóg til að skrifa
Pappírsveisluna. Svo mikið er víst að sú bók kom ekki fram og
engin drög til hennar að finna í eftirlátnum handritum á Hér-
aðsskjalasafni Skagfirðinga. Höfundurinn fjarlægðist aldrei heim
sögunnar nægilega, og þegar hann tók aftur að sér ritstjórn
Tímans árið 1987 hefur endanlega verið úti um áform hans.
X
Indriði var ritstjóri Tímans í annað sinn 1987-91. Þetta var
erfiður tími í sögu blaðsins og hallaði sífellt undan fæti, þótt
það legðist ekki niður fyrr en nokkru eftir að Indriði lét af rit-
stjórn. Hér hefur ekki mikið verið fjallað um Indriða sem
blaðamann og ritstjóra, fyrir utan skrif hans um dægurmál og
deilumál. En blaðamennskan var lengstum aðalstarf hans og á
því sviði á hann merkan feril. Sem blaðamaður var hann nask-
ur að afla frétta, þekkti fólk víða um land, var bæði áræðinn og
þrautseigur og meðal fremstu blaðamanna sinnar samtíðar
vegna ritfærni og kunnáttu. Hann er einn örfárra sem fengið
hafa móðurmálsverðlaun Björns Jónssonar, ritstjóra Isafoldar
og ráðherra, en þau eru veitt starfandi blaðamönnum fyrir af-
burðagóð tök á máli og stíl.
Indriði var nokkuð djarfur, jafnvel glannafenginn í notkun
fyrirsagna sem áttu að draga að sér athygli lesenda, og bestu ár
hans á Tímanum stóð blaðið vel, var öflugur fréttamiðill og
þátttakandi í þjóðfélagsumræðu. Menn sem unnu með hon-
um sem ritstjóra bera honum góða sögu sem samstarfsmanni
og verkstjóra. Einn þeirra er Kári Jónasson, blaðamaður á
Txmanum, síðar um langt skeið fréttastjóri Ríkisútvarpsins og
77