Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
ritstjóri Fréttablaðsins þegar þetta er ritað. Hann flutti erindi
um blaðamanninn og ritstjórann Indriða á samkomu í Bifröst
á Sauðárkróki vorið 2001 þegar hann hefði orðið 75 ára. Kári
sagði skemmtilega frá upphafi samstarfsins við Indriða frétta-
haustið mikla 1963. Þá hafði Indriði forustu um að Tíminn
lýsti vandlega mikilli ótíð norðanlands 24. september, undir
fyrirsögninni ,Ofviðri í göngum*. Indriði og Kári, sem var líka
ljósmyndari, flugu yfxr Eyvindarstaðaheiði. Ur því kom lifandi
frásögn sem bar nafnið ,Flogið yfir fé og menn', og Kári náði
mynd af manni sem reiddi lamb fyrir aftan sig á hestinum í
hríðinni. I blaðamennsku af þessu tagi sést hve tengdur Ind-
riði var uppruna sínum.
Kári Jónasson sagði að honum og Indriða hafi orðið vel til
vina og gengið vel að vinna saman: „Ég minnist með ánægju
þeirra ára sem ég vann með honum á Tímanum. Hann gat
verið svolítið mishittur og ekkert gaman fyrir þá sem honum
líkaði ekki við að verða fyrir honum. En hann var ákveðinn í
verkum sínum og vissi hvað hann vildi, það var sjaldan nein
lognmolla í kringum hann og stutt í skagfirska sveitamanninn
sem hafði yfir sér eitthvert heimsmannsfas með þverslaufuna
og síðar yfirskeggið.“ (Kári Jónasson: Indriðakvöld23. maí2001).
Aðrir samstarfsmenn Indriða minntust hans látins með hlý-
hug, eins og Magnús Bjarnfreðsson og Kristján Bersi Ólafsson
(Morgunblaðið 12. september 2000) og Elías Snæland Jóns-
son (Dagur, 9. september 2000), sem allir voru blaðamenn
fyrra ritstjóratímabil Indriða. Þegar hann varð aftur ritstjóri
var langur tími liðinn og margt breytt, ný kynslóð blaða-
manna komin til skjalanna og þeir ungu menn töldu fyrirfram
að þeir gætu ekki mikið lært af rosknum manni eins og Ind-
riða sem lifði á fornri frægð. En það fór á aðra leið og þessir
menn ekki síður en hinir eldri minntust ritstjóra síns með hlý-
hug og virðingu, Birgir Guðmundsson, Stefán Ásgrímsson og
Sigurður Bogi Sævarsson (Morgunblaðið, 13. september 2000).
Allir töldu sig hafa mikið af honum lært. Þeir vitnisburðir
78