Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 81
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
sýna að Indriði hélt reisn sinni sem blaðamaður og ritstjóri til
enda og skilaði þar góðum arfi til eftirkomenda.
í yfirlitsriti um sögu fjölmiðlunar á íslandi frá upphafi til
vorra daga, sem Guðjón Friðriksson ritaði, er Indriða oftlega
getið. I umsögn um hann er komist svo að orði: „Er hann varð
ritstjóri Tímans 1962 gerðist hann brautryðjandi í nýrri, harðri
og framsækinni fréttamennsku þar sem fréttum var slegið upp
með stórum fýrirsögnum og ljósmyndum. Eftir að hann hætti
sem ritstjóri Tímans skrifaði hann reglulega pistla í Vísi og
DV (Svarthöfði) og síðast í Morgunblaðið sem vöktu jafnan
athygli fyrir tæpitungulausar skoðanir. Indriði er einn af
áhrifamestu blaðamönnum þjóðarinnar á síðari hluta 20. ald-
ar.“ (Guðjón Friðriksson, 213)
Indriði hafði áhuga á stjórnmálamönnum sem fóru sínar eigin
leiðir, í hvaða flokki sem þeir voru. Þess vegna studdi hann Al-
bert Guðmundsson alþingismann í kjöri til embættis forseta
Islands 1980 og tók að sér að vera kosningastjóri hans. Af sömu
ástæðu skrifaði hann hressilega bók eftir ævifrásögn Sverris
Flermannssonar alþingismanns og ráðherra, Skýrt og skorinort,
1989. Indriði hafði verið einn af ráðunautum Sverris í menn-
ingarmálum þegar hann var menntamálaráðherra 1985-87. Bók-
in um Sverri var hin síðasta sem Indriði gaf út hjá Almenna
bókafélaginu, enda var það nú á síðasta snúningi. Keimur af
sumri hafði komið út á vegum Reykholts sem fyrr var sagt, og
það forlag gaf einnig út síðustu ævisögu Indriða. Hún fjallaði
um Hermann Jónasson forsætisráðherra og var í tveim bind-
um, Fram fyrir skjöldu op Ættjörð mín kœra, sem út komu á ár-
unum 1990-92.
Miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar til ævisagna er rit
Indriða um Hermann ekki veigamikið. Augljóslega hefur hann
ekki lagt sig mikið fram um heimildaöflun eða könnun, enda
lá slíkt ekki fyrir honum. Af þeim sökum er fremur lítið gagn
af ævisögunni sem heimild um íslensk stjórnmál, en Hermann
79