Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 83
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
unni, að eitthvað var að hjá mér og ég þurfti að leita stuðn-
ings einhvers. Þá var gott að leita til Hermanns Jónassonar.
Þá tók hann stundum þannig til orða:
„Við, Skagfirðingar, látum það engin áhrif hafa á okkur,“
eða eitthvað með því orðalagi sem minnti á uppruna okkar
og eðlilega samstöðu.
Við urðum miklir mátar og það var ávinningur að kynn-
ast þessum ágæta og stórbrotna stjórnmálamanni, sem hægt
var að treysta og átti ríka samúð með þeim sem til hans
leituðu með vandamál sín. Allir vita hve einarður hann var
og mikið karlmenni. (Erlingur Davíðsson, 37-38)
Þótt Indriði hafi metið Hermann mikils, átti hann kost á að
kynnast öðru viðhorfi til hans í samtölum sínum við Jónas frá
Hriflu. Má til gamans tilfæra nokkrar línur sem Indriði skrif-
aði um það í bókinni Samtöl við Jónas. Hann spurði Jónas
hvort ekki hefði
verið hægt að tryggja betur sambandið milli kratanna og
Framsóknar á... upphafstíð núverandi flokkaskipunar.
Jónas var búinn að leggja frá sér glasið. Hann hvessti
skyndilega á mig augun og röddin varð sérkennilega hás.
Það voru þessir djöflar frá ykkur Skagfirðingum. Allt það
brútala hyski. Þetta voru ekkert nema svik. Hugsaðu þér
bara. (Indriði G. Þorsteinsson, Samtöl við Jónas, 69).
í Söng lýðveldis eru greinar um þrjá formenn Framsóknar-
flokksins sem Indriði þekkti alla vel, Jónas, Hermann og Ey-
stein Jónsson, en af þeim síðastnefnda hafði hann langmest að
segja sem ritstjóri Tímans og mat hann jafnan mikils.
Ævisaga Hermanns hefst, líkt og saga Stefáns Islandi, á út-
sýnismynd yfir Skagafjörð sem varð hin síðasta frá hendi Ind-
riða G. Þorsteinssonar. Hér er horft til fæðingarstaðar Her-
manns, Syðri-Brekkna í Blönduhlíð. Ritsnilldin og lýsingar-
gáfan bregst höfundinum ekki þegar víkur að æskuslóðum:
6 Skagfirðingabók
81