Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK
Þótt blátt bergstál Blönduhlíðarfjalla horfi við vegfarand-
anum af Vatnsskarði segir það litla sögu. Undirhlíðar þess-
ara fjalla eru grónar og þétt byggðar frá Silfrastöðum í suðri
til Kyrgisár [misritun fyrir Kyrfisár] á landamerkjum milli
Ytri-Brekkna og Hofdala í norðri. Þar tekur Viðvíkurhrepp-
ur við. Þetta gróna land markast af klettum hið efra en
Héraðsvötnum hið neðra, sem renna um bugðóttan farveg
ýmist við Héraðsdal og Tungu eða undir brekkurótum.
Hið fremra svarra Vötnin á grjóti og hafa ásamt Norðurá
lagt landinu til víðfeðmar og strjált grónar eyrar. En utar er
landið betur gróið. Vötnin skipta sér þegar kemur yst í
Hólminn. Önnur kvísl þeirra rennur vestan Hegraness en
hin austan þess. Að vestanverðu er vatnsagi öllu meiri og
þar ieggja Miklavatn og Djúpakvísl til sinn skerf. Að aust-
anverðu er Héraðsvatnakvíslin minni, en á bökkum hennar
eru fögur engi, stararflákar og kílar vaxnir fergini, sem þótti
hið besta fóður á meðan engjasláttur var við lýði. Þessi
engjalönd heyra til jörðum í Ut-Blönduhlíð, þar sem gildir
bæir standa framan í brekkubungum Blönduhlíðarfjalla.
Þar er jörðin Syðri-Brekkur. Af hlöðum þessara bæja sér
yfir sumargræn engin, sem fá á sig bláan lit draumsýnar
vegna stararinnar, sem sprettur upp af sendnum framburði
Héraðsvatna. (I.G.Þ., Framfyrir skjöldu, 5)
Bókaútgáfan Reykholt gaf út leikritið Húðir Svignaskarðs árið
1988, hið eina skáldverk þeirrar tegundar eftir Indriða. Það
fjallar um Snorra Sturluson og ritverk hans, „byggt á Heims-
kringlu og frásögnum Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar“,
eins og segir á titilblaði, en Einar Hákonarson skreytti bókina
með teikningum. Leikritið hafði höfundurinn lokið að skrifa
1981 og mun þá hafa reynt að koma því á svið, en af því varð
ekki. Leikritið er augljóslega umfangsmikið til sýningar og
ekki auðvelt að sjá hvernig því yrði vel fyrir komið á sviði, eða
82