Skagfirðingabók - 01.01.2005, Side 86
SKAGFIRÐINGABÓK
Þórir jökull kvað áður en hann var höggvinn á Örlygsstöðum.
Ritsafninu fylgdi myndband með kvikmyndinni Sjötíu og níu
af stöðinni.
XI
Um það bil sem Indriði tók við ritstjórn Tímans á ný lauk
hjónabandi hans og Þórunnar Friðriksdóttur. Eftir það bjó
hann með Hrönn Sveinsdóttur, fæddri 1936. Hún var ekkja
og átti fjögur uppkomin börn. Þau bjuggu síðustu árin í
Hveragerði. Heilsa Indriða bilaði á seinni árum, hann gekkst
undir erfiðar læknisaðgerðir vegna blóðrásartruflana, en hélt
alltaf nokkru þreki og lét ekki á sér sjá út á við að neitt bjátaði
á. Síðustu bók sína, Söng lýðveldis, með undirtitlinum ,Um fé-
lagsskap við menn, gaf hann út hjá Skjaldborg 1997. Hún
skiptist í þrjá hluta: Af mönnum, Af menningu og Af löndum.
Af þeim er fyrsti hlutinn merkastur. Hér segir frá mönnum
sem Indriði hefur þekkt. Þarna eru greinar um frændur og
vini, Karl Magnússon, Guðmund Halldórsson frá Bergsstöð-
um, Sigurjón Jónasson (Dúdda á Skörðugili) og Björn Egils-
son á Sveinsstöðum, lærimeistarana Kristján frá Djúpalæk og
Stefán Bjarman, séra Eirfk J. Eiríksson þjóðgarðsvörð, Berg
Pálsson fulltrúa og Eggert Stefánsson söngvara. Eftirtektarvert
er að þrír söngvarar hafa orðið Indriða að umfjöllunarefni, auk
Eggerts sýslungar hans, Sigurður Skagfield og Stefán fslandi.
Enn eru hér greinar um samskipti Indriða við tvö höfuðskáld,
Jón Helgason prófessor og Halldór Laxness, og loks um fram-
sóknarforingjana þrjá sem áður voru nefndir. Annar hluti er
mikið ádeilugreinar um menningarmál, pólitískir pistlar og sá
þriðji ferðalýsingar. Þótt efni þessarar síðustu bókar Indriða sé
misjafnlega merkilegt, er sitthvað í henni fróðlegt um höfund
sinn og samtíð hans og gott að honum skyldi endast aldur til
að taka hana saman.
Indriði hélt áfram að skrifa í blöð til hinstu stundar og viðr-
aði skoðanir sínar á mönnum og málefnum tæpitungulaust
84