Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 87
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON RITHÖFUNDUR
þegar honum þótti ástæða til. Það leyndi sér ekki að hann var
ósáttur við ráðandi strauma í menningarlífinu, til dæmis í
bókaútgáfu, og ein síðasta grein hans var illskeytt ádeila á sam-
einingu Vöku-Helgafells og Máls og menningar. Hann varð að
því leyti sannspár að sú ákvörðun reyndist ólánleg. Indriði
hafði fyrir löngu sagt sig úr Rithöfundasambandi Islands sem
myndað var árið 1974 af félögunum tveimur. Hann átti mest-
an þátt í að halda gamla Hagalínsfélaginu gangandi, Félagi ís-
lenskra rithöfunda, en það var áhrifalítið orðið. Síðustu árin
gat hann glaðst yfir framgangi Arnalds sonar síns á ritvellin-
um, er hann var tekinn að ryðja sér til rúms sem fremsti glæpa-
sagnahöfundur þjóðarinnar. En tími Indriða sem höfundar var
liðinn, það vissi hann sjálfur. „Undir lokin bjó hann um sig í
Drangey samtímans“, ritaði Matthías Johannessen í eftirmæl-
um. „Þar varðist hann ef að honum var sótt og hafði engar á-
hyggjur af örlögum sínum að öðru leyti. Féll að lokum fyrir
þeim eina vígamanni sem allt hefur í hendi sér, þessum með
ljáinn. En hann kallar á andstöðu sína, upprisuna. Nú er upp-
risa Indriða G. Þorsteinssonar hafin þarna á bökkum þess mikla
fljóts sem við köllum tíma og hverfur í hafið án þess að hugsa
um bakka sína.“ (Matthías Johannessen, Morgunblaðið, 12.
september 2000).
Andlát Indriða bar brátt að. Hann hafði síðustu misseri
skrifað reglulega pisda í Morgunblaðið um sjónvarpsdagskrána.
Síðasta pistlinum skilaði hann á föstudegi. Daginn eftir veikt-
ist hann, var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi og lést þar næstu
nótt, aðfaranótt sunnudagsins 3. september 2000.
Indriði var kvaddur frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. sept-
ember. Af kirkjugestum bar mest á gömlum samstarfsmönn-
um úr blaðamennskunni. Rithöfundar voru fáir viðstaddir og
stjórnmálamenn sömuleiðis, þótt Indriði hefði haff veruleg
samskipti við ýmsa úr þeim hópi. En hér var horfinn úr heimi
lifenda maður sem sett hafði sterkan svip á samtíð sína. Hann
markaði íslenskar bókmenntir, blaðamennsku og menningarlíf
83