Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
ræður. Auk þessara þriggja hjóna voru tvenn hjón önnur, Páll
Sveinsson vinnumaður hjá Magnúsi og Ingigerður vinnukona
hjá Indriða og Jón Sigurðsson vinnumaður hjá Magnúsi og
Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hún var í húsmennsku. Hún var
heilsulítil en sat þó lengst af við tóskap og þjónaði manni sín-
um, auk þess haíði hún eftirlit með börnum sem voru farin að
geta gengið því hún var ákaflega góð barnfóstra. Börnin voru
6 þeirra M[agnúsar og] H[elgu], fleiri börn vóru ekki á heimil-
inu. Enn fremur vóru Guðmundur Þórðarson próventukarl,
þá orðinn blindur, sá sem ég (Indriði) heiti eftir, því hann var
að nokkru leyti fóstri pabba míns. Þá var þar Símon Dalaskáld
húsmaður. Þar var í húsmennsku Margrét Jónsdóttir fyrrum
húsfreyja í Stafni, hin alþekkta Stafns-Manga. Hún var al-
þekkt fyrir myndarskap og mesti skörungur. Hún seldi veit-
ingar við Stafnsrétt í fjöldamörg ár (í fyrri rétt) auk þess veitti
hún mikinn greiða gefins bæði þar og heima í Stafni. Þá vóru
tvö af börnum hennar vinnuhjú í Gilhaga, Kristín og Ólafur
Bjarnabörn. Ein vinnukonan var Guðlaug sem síðar bjó í
Húsey. Hún var systir Páls þess er fyrr getur, en þau voru
bræðrungar Magnúsar afa míns. Fleira nenni ég ekki upp að
telja, enda kemur það lítt við þessa frásögn. Þá var engin elda-
vél, hvorki þar né annars staðar, og allt gert á hlóðum frammi í
eldhúsi. I Gilhaga var stórt eldhús með tvennum hlóðum. Þar
voru tvö búr sem voru nefnd Norðurbúr og Suðurbúr. Frásögn
pabba míns er á þessa leið:
Einu sinni sem oftar kom ég fram í eldhús að degi til. Þá voru
þær mæðgur, amma mín og mamma, báðar að baka lummur
og spurði þær að hvort það ætti að eta þessar lummur í dag og
bjuggust þær við því, [að] minnsta kosti eitthvað af þeim og
þótti mér það mikið gleðiefni því þá hafði ég ekki bragðað
lummur eða neitt þess háttar í háatíð. Ég spurði þær að hvern-
ig stæði á þessari miklu viðhöfn. Þær sögðu mér að þá væri
fyrsti sunnudagur í jólaföstu og það væri fyrsti tyllidagur sem
90