Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 95
JÓL f GILHAGA 1893
ing á húsum og áhöldum. Svo þvoði fólkið sér óvanalega vel
sem annars var nú ekki daglegur siður. Öll börnin böðuð úr
volgu vatni og sumt af fullorðna fólkinu gerði það líka. Á að-
fangadagsmorguninn drukku allir kaffi og fengu lummu með.
Jón kom heldur með fyrra móti að kvöldinu frá beitar-
hús[unum]. Þá fékk hann líka betri skammt en aðrir. Það
borðuðu allir mjólkurgraut og slátur. Beitarhúsamaðurinn
hafði það fyrir fasta reglu að gefa hundinum ögn af matnum
með sér. Hann skildi eftir svolítinn spón á skálinni og lét hana
fyrir héppa sinn en héppi sleikti vandlega og Jón þurrkaði á
eftir með vasaklútnum sínum og heldur betur þennan dag en
hann var annars vanur. Svo fóru allir að fara í þokkaleg föt.
Símon Dalaskáld var vanur að hafa 4-5 trefla um hálsinn, og
voru þeir á ýmsum aldri, en í þetta skipti kastaði hann tveimur
eða þremur þeim elstu, en var með tvo þá skástu á jólanóttina.
Hann þvoði hendur og andlit úr vatni (annars var hann vanur
að þvo sér úr þvagi). Hann átti marga jakka og var í næst besta
jakkanum á jólanóttina.
Það skarst enginn úr leik með að sýna hátíðisblæ í fasi og
klæðnaði og allir höfðu nóg að gera rétt fyrir dagsetrið, en
fólkið sagði að þá yrði heilagt og þá mætti enginn gera neitt
nema taka á móti jólunum. Gamla fólkið sagði okkur krökk-
unum jólasögur og allt sem viðkemur jólunum.
Konurnar voru frammi, hver í sínu búri og hver með sínar
vinnukonur. Svo þegar jólin voru komin var byrjað á því að
útbýta kertunum og kveiktu margir á sínu kerti strax svo birt-
an var óvanalega mikil í baðstofunni. Þar voru vanalega þrír
olíulampar, allt „flatbrennarar“. Auk þess voru mörg kerti með
ljósum framm[i] í bænum og tveir grútarlampar í göngunum.
Þegar þetta var nú allt komið í lag var farið að bera inn kaffi-
brauðið og það var á jafn mörgum diskum og fólkið var
margt. Á hverjum diski voru 4 lummur, allar með rúsínum, og
rúsínubrauð eða jólabrauð, tvær pönnukökur, tveir ásta[r]pungar,
tvær ldeinur, tvær vöpplur úr ferköntuðum vöpplujárnum. Svo
93