Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 98
SKAGFIRÐINGABÓK
bæjarstjórnarkosningum, börðust hatrammri baráttu gegn
þeim flokkum sem þeir töldu að hefðu tögl og hagldir í sam-
félaginu.
Ári fyrr en hér var lýst á undan, 1953, höfðu verið haldnar
Alþingiskosningar. Agreiningsmál á milli hægri og vinstri
manna voru skýr. Hægri menn, með Sjálfstæðisflokk í broddi
fylkingar, vildu efla vestrænt samstarf, m.a. með þátttöku Is-
lendinga í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Þá töldu þeir að
herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði væri nauðsynleg til
þess að tryggja öryggi landsins fyrir kommúnistískri „útþenslu-
stefnu“, það er að segja frá þáverandi Sovétríkjum. Vinstri
menn, með Sósíalistaflokkinn í fararbroddi, vildu á hinn
bóginn að Island yrði hlutlaust ríki og voru því á móti aðild
landsins að Atlantshafsbandalaginu og að í landinu væri
erlendur her. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur studdu að
mestu leyti Sjálfstæðisflokkinn í þessum málum. I Alþing-
iskosningunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 37% at-
kvæða en í sömu kosningum var fylgi Sósíalistaflokksins 16%.
Meiri hluti landsmanna studdi því hægri menn í afstöðu þeirra
tiljaessara mála.
I byrjun ársins 1953 var stofnaður stjórnmálaflokkur í
Reykjavík. Hann hlaut nafnið Þjóðvarnarflokkur Islands. Fylgis-
menn flokksins höfðu sömu skoðanir og sósíalistar í sambandi
við varnarmál Islands. „Þjóðvarnarflokkur Islands...barðist gegn
hersetu og inngöngu í Atlantshafsbandalag. Stofnun Þjóðvarn-
arflokks átti m.a. rætur að rekja til þess, að fylgjendur hans
gátu ekki fellt sig við forystu Sósíalistaflokks í baráttu gegn
hersetu, þar sem hann þótti hallur undir stefnu Sovétríkj-
anna. *
Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram til Alþingis árið 1953 og
fékk 6% atkvæða og tvo þingmenn. Þeir voru Bergur Sigur
björnsson og Gils Guðmundsson. I næstu Alþingiskosningum,
3 Einar Laxness: íslandssaga s-ö, bls. 164.
96