Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 99
ÞJÓÐVARNARMENN A SAUÐÁRKRÓKI
sem voru árið 1956, minnkaði fylgi flokksins í 4,5% og
missti flokkurinn þá bæði þingsætin. Þremur árum síðar, í
Alþingiskosningum 1959, varð flokkurinn enn minni og fékk
einungis 2,5% atkvæða. Sama ár var kosið á ný til þings, og
bætti þá flokkurinn örlítið stöðu sína, fékk 3,4% atkvæða.
Fjórum árum síðar, í Alþingiskosningum 1963, var Þjóð-
varnarflokkurinn í kosningabandalagi með Alþýðubandalagi,
sem hafði þá verið stofnað upp úr samstarfi Sósíalistaflokksins
og hluta Alþýðuflokks. Gils Guðmundsson hlaut þá kosningu
sem Þjóðvarnarmaður. Að öðru leyti var flokkurinn þá að
mestu leyti hættur starfsemi.
Framboð d Sauðárkróki
Árið 1950 voru íbúar Sauðárkróks 1023 en áratug síðar voru
þeir orðnir 1205 að tölu. Fjölgunin var því 15% á þeim
áratug. Á sama tíma fækkaði fólki á Norðurlandi vestra um
2,2%.4 Fjölgunin á Sauðárkróki var þó ekki vegna mikillar
atvinnu á staðnum heldur einfaldlega af þeirri ástæðu að fólki
fór fækkandi í sveitum og flykktist það til þéttbýlisins í von
um betri afkomu.
Á Sauðárkróki bauð Þjóðvarnarflokkurinn einu sinni fram,
það er að segja í bæjarstjórnarkosningum árið 1954. Árið áður
hafði flokkurinn hlotið 6% atkvæða í þingkosningum, eins og
fyrr hefur verið minnst á, svo fylgi hans mátti kallast nokkurt á
landsmælikvarða. Bæjarstjórnarkosningar árið 1954 skiptu því
miklu máli fyrir framtíð flokksins, það er hvort hann gæti fest
sig í sessi í íslenskum stjórnmálaheimi.
Á landsvísu hafði flokkurinn málgagn sem hét Frjáls þjóð, en
það kom út á árunum 1952-68. Á Sauðárkóki voru heima-
menn úr Þjóðvarnarflokknum með blaðaútgáfu fyrir kosn-
ingarnar 1954. Blað þeirra hét Dógun og kom út fjórum sinn-
um fyrir þær kosningar, á tímabilinu 21.-30. janúar. Ábyrgð-
armaður blaðsins var Ingi Sveinsson vélvirkjameistari, sem var
7 Skagfirðingabók
97