Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
annar af helstu forystumönnum flokksins á staðnum. Hinn var
Stefán Sigurðsson lögfræðingur. I aðfararorðum fyrir fyrsta tölu-
blað Dögunar sagði:
... þau undur hafa nú gerzt, að það er farið að elda aftur
á stjórnmálahimninum íslenzka. Með stofiiun Þjóðvarn-
arflokks Islands varð dögun í huliðsheimum ísl. stjórn-
mála, nátttröllin hafa rekið upp skjáinn og tryllzt. Innan
skamms daga þau uppi, - og verður þá dagur um allt
loft, en til þess að svo megi verða sem fyrst, þurfa augu
manna að opnast fyrir hættunni, og að því marki mun
stefnt - og því er blaðið til orðið.5
Hættan, sem þjóðvarnarmenn áttu við, var spilling meðal þeirra
sem stjórnuðu á þessum tíma, hvort sem það var á landsmæli-
kvarða eða innan bæjarfélaganna, eins og síðar mun koma
fram. Ekki voru allir sáttir við það að menn ættu skoðanaskipti
í rituðu máli í litlu sveitarfélagi. Framsóknarmenn leyndu ekki
gremju sinni í málgagni sínu, Framtíðinni:
Hér á Sauðárkróki er nú hafin blaðaútgáfa. Þjóðvarnar-
menn riðu þar á vaðið. Sumum örlyndum „stríðsmönn-
um“ finnst þeir stundum þurfa að sýha vopnabúnað
sinn, þótt hann sé í fátæklegra lagi. Ekki var það ætlun
okkar Framsóknarmanna að halda út á þá braut. Við
álítum, að í okkar litla bæjarfélagi liggi málin það ljóst
fyrir kjósendum, að skriflegra útlistana sé engin þörf. ...
En úr því sem komið er, teljum við þó eftir atvikum rétt
að leggja orð í belg.6
Þá voru alþýðuflokksmenn óánægðir með að Þjóðvarnarflokk-
urinn byði fram sérstakan lista. I eftirfarandi tilvitnun kemur í
5 Dögun. Blaðþjáðvamarmanna á Sauðárkróki, 1. tbl. 1954.
6 Framtíðin. Gefið út af stuðningsmönnum B-listans á Sauðárkróki. [1954].
98