Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Kosningarnar 1954
Þau málefni sem voru efst á baugi í stjórnmálum á Sauðárkróki
í byrjun ársins 1954 voru atvinnumál. Á staðnum var við-
varandi atvinnuleysi mikinn hluta ársins. Fjöldi fólks fór því
suður á land, margir tímabundið til hefðbundinna fiskvertíð-
arstarfa, eða til þess að vinna hjá Bandaríkjaher, en hjá honum
var næg vinna við margvísleg störf. Um þetta málefni sögðu
þjóðvarnarmenn:
Hin ráðdeildarsama landstjórn okkar, sem telur sér lífs-
nauðsyn að hafa hér erlendar hernaðarframkvæmdir til
þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi hins vinnandi hluta
þjóðarinnar, kennir smærri spámönnum sínum vissulega
ýmsa merkilega hluti. Þessi draugur atvinnuleysisins
ógnar verkafólkinu hér í bæ, þá hefur úrræði núverandi
bæjarstjórnar verið samkvæmt kennisetningu lærifeðr-
anna á hærri stöðum: Það eitt, að ráðstafa atvinnuleys-
ingjunum, ungmennum og heimilisfeðrum suður á Kefla-
víkurflugvöll í vinnu fyrir herliðið,7 8
í sama streng tók málgagn Alþýðuflokksins á Sauðárkróki:
Það ófremdarástand, sem nú ríkir í atvinnumálum bæj-
arins er með öllu óþolandi. Margir verkamenn hafa ekki
nema nokk[ur]ra mánaða vinnu yfir sumarið, en næst-
um algert atvinnuleysi ríkir yfir veturinn. Þó menn eigi
nú völ á vinnu suður á Keflavíkurflugvelli og annars-
staðar fjarri heimilum sínum, er það engin lausn á vanda-
málinu og hlýtur að leiða til þess, að fleiri og fleiri af
þessum mönnum flytji burt til þeirra staða, þar sem þeir
vinna.9
7 A-listinn. Frelsi-jafnrétti-bræðralag. Útgefendur: Ungir jafnaðarmenn. [Sauð-
árkrókur 1954].
8 Dögun. Blaðpjáðvarnarmanna d Sauðárkróki, 1. tbl. 1954.
9 A-listinn. Bæjarmálastefnuskrá Alþýðuflokksins á Sauðárkróki. [1954].
100